Orðum fylgir ábyrgð Sigrún Arnardóttir skrifar 1. desember 2022 08:01 Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun