Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 26. júlí 2025 10:32 Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kvennaverkfall Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar