Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar 26. júlí 2025 08:02 Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga. Tólf veiðidaga á mánuði frá og með maímánuði til og með ágústmánaðar. Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi. Strandveiðar eiga að vera í forgangi Íslensk stjórnvöld gáfu þau fyrirheit í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kerfið bryti í bága við jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að strandveiðarnar yrðu fyrsta skrefið til að lagfæra kerfið. Þannig að þau 5,3 prósent sem nú er haldið fyrir utan beina úthlutun yrðu notuð til beinna byggðaaðgerða og nýliðunar. Það hefur farið fram hjá fáum að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa einhverra hluta vegna beitt sér að alefli gegn strandveiðum. Þar á bæ telja menn það heilaga skyldu sína að koma í veg fyrir strandveiðar. Færri vita að það skortir verulega á að stóru sjávarútvegsfyrirtækin skili veiðiheimildum í þorskígildum talið inn í 5,3 prósenta byggðapottinn eins og þeim ber sbr. 8. laga um stjórn fiskveiða. Þar munar nokkrum þúsundum tonna árlega í þorskígildum talið. SFS er því að kasta steini úr glerhúsi þegar kvartað er til umboðsmanns Alþingis vegna meintra brota á jafnræði þegar kemur að strandveiðum. Sérstaklega vegna þess að fyrirtæki innan SFS sækja sjálf æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð. Ákveðinn hluti af 5,3 prósenta pottinum hefur smátt og smátt verið að færast þaðan til stórútgerðarinnar, í nafni svo kallaðara skel -og rækjubóta sem ekki eiga lengur rétt á sér. Þessar svo kölluðu bætur eru í raun að miklu leyti orðnar hluti af veiðiheimildum stærri útgerða og ættu því ekki að dragast frá heimildum í 5,3 prósenta pottinum og þrengja þannig svigrúm stjórnvalda til byggðaaðgerða. Ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta. Þar má nefna lítið brottkast, áræðanleg viktun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum möskva. Á strandveiðum er einnig verið að veiða staðbundinn fisk á grunnslóð sem annars nýtist ekki. Það er samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Það er mikilvægt að allir aðilar nálgist þetta verkefni með jákvæðum og lausnarmiðuðum hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Strandveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga. Tólf veiðidaga á mánuði frá og með maímánuði til og með ágústmánaðar. Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi. Strandveiðar eiga að vera í forgangi Íslensk stjórnvöld gáfu þau fyrirheit í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kerfið bryti í bága við jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að strandveiðarnar yrðu fyrsta skrefið til að lagfæra kerfið. Þannig að þau 5,3 prósent sem nú er haldið fyrir utan beina úthlutun yrðu notuð til beinna byggðaaðgerða og nýliðunar. Það hefur farið fram hjá fáum að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa einhverra hluta vegna beitt sér að alefli gegn strandveiðum. Þar á bæ telja menn það heilaga skyldu sína að koma í veg fyrir strandveiðar. Færri vita að það skortir verulega á að stóru sjávarútvegsfyrirtækin skili veiðiheimildum í þorskígildum talið inn í 5,3 prósenta byggðapottinn eins og þeim ber sbr. 8. laga um stjórn fiskveiða. Þar munar nokkrum þúsundum tonna árlega í þorskígildum talið. SFS er því að kasta steini úr glerhúsi þegar kvartað er til umboðsmanns Alþingis vegna meintra brota á jafnræði þegar kemur að strandveiðum. Sérstaklega vegna þess að fyrirtæki innan SFS sækja sjálf æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð. Ákveðinn hluti af 5,3 prósenta pottinum hefur smátt og smátt verið að færast þaðan til stórútgerðarinnar, í nafni svo kallaðara skel -og rækjubóta sem ekki eiga lengur rétt á sér. Þessar svo kölluðu bætur eru í raun að miklu leyti orðnar hluti af veiðiheimildum stærri útgerða og ættu því ekki að dragast frá heimildum í 5,3 prósenta pottinum og þrengja þannig svigrúm stjórnvalda til byggðaaðgerða. Ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta. Þar má nefna lítið brottkast, áræðanleg viktun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum möskva. Á strandveiðum er einnig verið að veiða staðbundinn fisk á grunnslóð sem annars nýtist ekki. Það er samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Það er mikilvægt að allir aðilar nálgist þetta verkefni með jákvæðum og lausnarmiðuðum hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun