Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar 25. júlí 2025 18:00 Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Ríkisstjórnin þegir síðan þunnu hljóði yfir því að bakdyramegin í nafni fjölskyldusameininga hafa komið samkvæmt staðfestum tölum hér að neðan frá Útlendingastofnun. 2023: 1.470, 2024: 1.493 og 2025: 789 sem eru að meðaltali 126. einstaklingur á mánuði frá mismunandi uppruna- löndum. Það þýðir að í raun munu koma til landsins árið 2025 samtals 1500 einstaklingar á fjölskyldusameininga reglunni sem er hrein viðbót við hefðbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd sem áður eru nefndar. Samtalan (3000) fjölskyldusameining og verndar umsóknir 2025 nálgast íbúatölu Vestmannaeyja sem er nálægt 4000 manns, svona til samanburðar. Líklega eru 25 % hópsins 65 ára eða eldri. Sem aftur þýðir að líklega fer enginn 65.ára og eldri inn á vinnumarkað, heldur beint inn í stoðkerfi heilbrigðis og almannatryggingamála með stórkostlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur/ríkissjóð. Hér að neðan gefur á að líta reglur Útlendingastofnunar um hverjir fái dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem er í raun afar varasöm leið að mínu mati. „Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga eru almennt veitt mökum, börnum yngri en 18 ára og foreldrum eldri en 67 ára. Til þess að eiga rétt á slíku leyfi þarf fjölskyldusameiningin að vera við íslenskan ríkisborgara, EES/EFTA-borgara eða handhafa ákveðinna dvalarleyfa, Aðeins fylgdarlaus börn með dvalarleyfi sem flóttamenn eiga rétt á fjölskyldusameiningu við systkini sín (yngri en 18 ára) og foreldra (á öllum aldri)“ Þá hafa einstaka fjölmiðlar að undanförnu verið ötulir í að birta viðtöl við einstaklinga frá Bosníu og Bretlandi sem hafa verið búsettir hér áratugum saman og gagnrýna harðlega að hér sé vaxandi útlendingaandúð í þeirra garð. Þarna er um að ræða fólk sem hefur menntað sig og verið kjörið til ábyrgðastarfa fyrir stéttarfélög og sveitarstjórnir. Þetta er nú meira bullið, Íslendingar hafa alltaf tekið vel á móti erlendum íbúum sem hafa fest hér rætur, staðið sig vel og lagt af mörkum til samfélagsins. Hins vegar sættir meirihluti almennings sig ekki við, að hingað streymi fólk í þúsunda tali á ári hverju og leggist á þegar útþanin velferðarkerfin og þiggi hér framfærslu á kostnað ríkis og almennings. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Ríkisstjórnin þegir síðan þunnu hljóði yfir því að bakdyramegin í nafni fjölskyldusameininga hafa komið samkvæmt staðfestum tölum hér að neðan frá Útlendingastofnun. 2023: 1.470, 2024: 1.493 og 2025: 789 sem eru að meðaltali 126. einstaklingur á mánuði frá mismunandi uppruna- löndum. Það þýðir að í raun munu koma til landsins árið 2025 samtals 1500 einstaklingar á fjölskyldusameininga reglunni sem er hrein viðbót við hefðbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd sem áður eru nefndar. Samtalan (3000) fjölskyldusameining og verndar umsóknir 2025 nálgast íbúatölu Vestmannaeyja sem er nálægt 4000 manns, svona til samanburðar. Líklega eru 25 % hópsins 65 ára eða eldri. Sem aftur þýðir að líklega fer enginn 65.ára og eldri inn á vinnumarkað, heldur beint inn í stoðkerfi heilbrigðis og almannatryggingamála með stórkostlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur/ríkissjóð. Hér að neðan gefur á að líta reglur Útlendingastofnunar um hverjir fái dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem er í raun afar varasöm leið að mínu mati. „Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga eru almennt veitt mökum, börnum yngri en 18 ára og foreldrum eldri en 67 ára. Til þess að eiga rétt á slíku leyfi þarf fjölskyldusameiningin að vera við íslenskan ríkisborgara, EES/EFTA-borgara eða handhafa ákveðinna dvalarleyfa, Aðeins fylgdarlaus börn með dvalarleyfi sem flóttamenn eiga rétt á fjölskyldusameiningu við systkini sín (yngri en 18 ára) og foreldra (á öllum aldri)“ Þá hafa einstaka fjölmiðlar að undanförnu verið ötulir í að birta viðtöl við einstaklinga frá Bosníu og Bretlandi sem hafa verið búsettir hér áratugum saman og gagnrýna harðlega að hér sé vaxandi útlendingaandúð í þeirra garð. Þarna er um að ræða fólk sem hefur menntað sig og verið kjörið til ábyrgðastarfa fyrir stéttarfélög og sveitarstjórnir. Þetta er nú meira bullið, Íslendingar hafa alltaf tekið vel á móti erlendum íbúum sem hafa fest hér rætur, staðið sig vel og lagt af mörkum til samfélagsins. Hins vegar sættir meirihluti almennings sig ekki við, að hingað streymi fólk í þúsunda tali á ári hverju og leggist á þegar útþanin velferðarkerfin og þiggi hér framfærslu á kostnað ríkis og almennings. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar