Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:00 Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun