Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 26. júlí 2025 12:31 Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Sama hvað það kostaði og burt séð frá því hvort almenningi líkaði það betur eða verr. Nýleg könnun Maskínu frá 24. júlí sl. sýnir sterka vísbendingu um að málþóf og tafaleikir stjórnarandstöðunnar skili henni engu nema fylgistapi og skömm. Það hefur legið fyrir í nokkrar vikur að tafaleikir stjórnarandstöðunnar og málþóf voru ekki að falla í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Engu að síður héldu þessir þrír flokkar áfram skemmdarverkastarfsemi sinni og þæfðu mál ríkisstjórnarinnar, jafnvel mál sem áttu rætur sínar að rekja til fyrri ríkisstjórnar. Óánægja fólks með málþóf og tafir skipti minnihlutann engu máli. Tafaleikir og málþóf var viðhaft á öllum stigum þinglegrar meðferðar í nánast öllum málum við 1. umræðu, í nefndarstörfum, í 2. umræðu og jafnvel í 3. umræðu sem er fáheyrt. Það varð fljótt ljóst að drifkraftur stjórnarandstöðunnar til skemmdarverka var annar en hagsmunir almennings. Hvatningin til málþófs kom nánast öll úr einni átt, frá samtökum útgerðanna. Djöflast í Flokki fólksins og formanni hans Það hefur farið í taugarnar á stjórnarandstöðunni hvað ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa henni að baki starfa vel saman. Samheldnin er einstök og því meira sem mótvindar blása því samhentari og sterkari verður ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta hefur framkallað biturð og pirring hjá minnihlutanum. Hvert tækifæri hefur verið notað til að úthúða Flokki fólksins og formanni hans, enda telja Sjálfstæðismenn og jafnvel Miðflokksmenn sem héldu að þeir gætu gengið að samstarfi við Flokk fólksins vísu að loknum kosningum að þeir eigi harma að hefna. Þrátt fyrir málþóf og ósvífni minnihlutans við að tefja mál tókst að afgreiða 35 stjórnarfrumvörp á þessum fyrstu fimm mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og ellefu þingsályktanir. Aðeins eitt þingmál varð eftir í nefndum þingsins. Það var ekki hvað síst fyrir röggsemi þingmanna Flokks fólksins í nefndarstörfum. Brýn öryggismál einnig tafin Eitt þeirra mála sem minnihlutanum tókst að koma í veg fyrir að næði fram að ganga var frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála. Einnig stöðvaði stjórnarandstaðan frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem felur í sér afturköllun alþjóðlegrar verndar gerist hælisleitendur alvarlega brotlegir við lög. Þjóðinni sendur fingurinn Með málþófi og tafaleikjum tókst Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir samþykkt 16 frumvarpa Viðreisnar, 10 frumvarpa Samfylkingarinnar og 9 frumvarpa ráðherra Flokks fólksins. Þeirra á meðal er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum sem ætlað er að stórbæta réttindi leigjenda með skráningu allra leigusamninga og þaki á hækkun húsaleigu. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var ekki heldur gefið grið. Það var sorglegt að sjá jafnt reyndari þingmenn jafnt sem óreynda varaþingmenn stjórnarandstöðunnar leggja allt í sölurnar í vörnum fyrir stórútgerðina. En kannanir sýna að þar sáðu þessir þrír flokkar ekki til góðrar uppskeru. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Sama hvað það kostaði og burt séð frá því hvort almenningi líkaði það betur eða verr. Nýleg könnun Maskínu frá 24. júlí sl. sýnir sterka vísbendingu um að málþóf og tafaleikir stjórnarandstöðunnar skili henni engu nema fylgistapi og skömm. Það hefur legið fyrir í nokkrar vikur að tafaleikir stjórnarandstöðunnar og málþóf voru ekki að falla í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Engu að síður héldu þessir þrír flokkar áfram skemmdarverkastarfsemi sinni og þæfðu mál ríkisstjórnarinnar, jafnvel mál sem áttu rætur sínar að rekja til fyrri ríkisstjórnar. Óánægja fólks með málþóf og tafir skipti minnihlutann engu máli. Tafaleikir og málþóf var viðhaft á öllum stigum þinglegrar meðferðar í nánast öllum málum við 1. umræðu, í nefndarstörfum, í 2. umræðu og jafnvel í 3. umræðu sem er fáheyrt. Það varð fljótt ljóst að drifkraftur stjórnarandstöðunnar til skemmdarverka var annar en hagsmunir almennings. Hvatningin til málþófs kom nánast öll úr einni átt, frá samtökum útgerðanna. Djöflast í Flokki fólksins og formanni hans Það hefur farið í taugarnar á stjórnarandstöðunni hvað ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa henni að baki starfa vel saman. Samheldnin er einstök og því meira sem mótvindar blása því samhentari og sterkari verður ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta hefur framkallað biturð og pirring hjá minnihlutanum. Hvert tækifæri hefur verið notað til að úthúða Flokki fólksins og formanni hans, enda telja Sjálfstæðismenn og jafnvel Miðflokksmenn sem héldu að þeir gætu gengið að samstarfi við Flokk fólksins vísu að loknum kosningum að þeir eigi harma að hefna. Þrátt fyrir málþóf og ósvífni minnihlutans við að tefja mál tókst að afgreiða 35 stjórnarfrumvörp á þessum fyrstu fimm mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og ellefu þingsályktanir. Aðeins eitt þingmál varð eftir í nefndum þingsins. Það var ekki hvað síst fyrir röggsemi þingmanna Flokks fólksins í nefndarstörfum. Brýn öryggismál einnig tafin Eitt þeirra mála sem minnihlutanum tókst að koma í veg fyrir að næði fram að ganga var frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála. Einnig stöðvaði stjórnarandstaðan frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem felur í sér afturköllun alþjóðlegrar verndar gerist hælisleitendur alvarlega brotlegir við lög. Þjóðinni sendur fingurinn Með málþófi og tafaleikjum tókst Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir samþykkt 16 frumvarpa Viðreisnar, 10 frumvarpa Samfylkingarinnar og 9 frumvarpa ráðherra Flokks fólksins. Þeirra á meðal er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum sem ætlað er að stórbæta réttindi leigjenda með skráningu allra leigusamninga og þaki á hækkun húsaleigu. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var ekki heldur gefið grið. Það var sorglegt að sjá jafnt reyndari þingmenn jafnt sem óreynda varaþingmenn stjórnarandstöðunnar leggja allt í sölurnar í vörnum fyrir stórútgerðina. En kannanir sýna að þar sáðu þessir þrír flokkar ekki til góðrar uppskeru. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun