Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 26. júlí 2025 12:31 Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Sama hvað það kostaði og burt séð frá því hvort almenningi líkaði það betur eða verr. Nýleg könnun Maskínu frá 24. júlí sl. sýnir sterka vísbendingu um að málþóf og tafaleikir stjórnarandstöðunnar skili henni engu nema fylgistapi og skömm. Það hefur legið fyrir í nokkrar vikur að tafaleikir stjórnarandstöðunnar og málþóf voru ekki að falla í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Engu að síður héldu þessir þrír flokkar áfram skemmdarverkastarfsemi sinni og þæfðu mál ríkisstjórnarinnar, jafnvel mál sem áttu rætur sínar að rekja til fyrri ríkisstjórnar. Óánægja fólks með málþóf og tafir skipti minnihlutann engu máli. Tafaleikir og málþóf var viðhaft á öllum stigum þinglegrar meðferðar í nánast öllum málum við 1. umræðu, í nefndarstörfum, í 2. umræðu og jafnvel í 3. umræðu sem er fáheyrt. Það varð fljótt ljóst að drifkraftur stjórnarandstöðunnar til skemmdarverka var annar en hagsmunir almennings. Hvatningin til málþófs kom nánast öll úr einni átt, frá samtökum útgerðanna. Djöflast í Flokki fólksins og formanni hans Það hefur farið í taugarnar á stjórnarandstöðunni hvað ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa henni að baki starfa vel saman. Samheldnin er einstök og því meira sem mótvindar blása því samhentari og sterkari verður ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta hefur framkallað biturð og pirring hjá minnihlutanum. Hvert tækifæri hefur verið notað til að úthúða Flokki fólksins og formanni hans, enda telja Sjálfstæðismenn og jafnvel Miðflokksmenn sem héldu að þeir gætu gengið að samstarfi við Flokk fólksins vísu að loknum kosningum að þeir eigi harma að hefna. Þrátt fyrir málþóf og ósvífni minnihlutans við að tefja mál tókst að afgreiða 35 stjórnarfrumvörp á þessum fyrstu fimm mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og ellefu þingsályktanir. Aðeins eitt þingmál varð eftir í nefndum þingsins. Það var ekki hvað síst fyrir röggsemi þingmanna Flokks fólksins í nefndarstörfum. Brýn öryggismál einnig tafin Eitt þeirra mála sem minnihlutanum tókst að koma í veg fyrir að næði fram að ganga var frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála. Einnig stöðvaði stjórnarandstaðan frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem felur í sér afturköllun alþjóðlegrar verndar gerist hælisleitendur alvarlega brotlegir við lög. Þjóðinni sendur fingurinn Með málþófi og tafaleikjum tókst Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir samþykkt 16 frumvarpa Viðreisnar, 10 frumvarpa Samfylkingarinnar og 9 frumvarpa ráðherra Flokks fólksins. Þeirra á meðal er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum sem ætlað er að stórbæta réttindi leigjenda með skráningu allra leigusamninga og þaki á hækkun húsaleigu. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var ekki heldur gefið grið. Það var sorglegt að sjá jafnt reyndari þingmenn jafnt sem óreynda varaþingmenn stjórnarandstöðunnar leggja allt í sölurnar í vörnum fyrir stórútgerðina. En kannanir sýna að þar sáðu þessir þrír flokkar ekki til góðrar uppskeru. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Sama hvað það kostaði og burt séð frá því hvort almenningi líkaði það betur eða verr. Nýleg könnun Maskínu frá 24. júlí sl. sýnir sterka vísbendingu um að málþóf og tafaleikir stjórnarandstöðunnar skili henni engu nema fylgistapi og skömm. Það hefur legið fyrir í nokkrar vikur að tafaleikir stjórnarandstöðunnar og málþóf voru ekki að falla í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Engu að síður héldu þessir þrír flokkar áfram skemmdarverkastarfsemi sinni og þæfðu mál ríkisstjórnarinnar, jafnvel mál sem áttu rætur sínar að rekja til fyrri ríkisstjórnar. Óánægja fólks með málþóf og tafir skipti minnihlutann engu máli. Tafaleikir og málþóf var viðhaft á öllum stigum þinglegrar meðferðar í nánast öllum málum við 1. umræðu, í nefndarstörfum, í 2. umræðu og jafnvel í 3. umræðu sem er fáheyrt. Það varð fljótt ljóst að drifkraftur stjórnarandstöðunnar til skemmdarverka var annar en hagsmunir almennings. Hvatningin til málþófs kom nánast öll úr einni átt, frá samtökum útgerðanna. Djöflast í Flokki fólksins og formanni hans Það hefur farið í taugarnar á stjórnarandstöðunni hvað ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa henni að baki starfa vel saman. Samheldnin er einstök og því meira sem mótvindar blása því samhentari og sterkari verður ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta hefur framkallað biturð og pirring hjá minnihlutanum. Hvert tækifæri hefur verið notað til að úthúða Flokki fólksins og formanni hans, enda telja Sjálfstæðismenn og jafnvel Miðflokksmenn sem héldu að þeir gætu gengið að samstarfi við Flokk fólksins vísu að loknum kosningum að þeir eigi harma að hefna. Þrátt fyrir málþóf og ósvífni minnihlutans við að tefja mál tókst að afgreiða 35 stjórnarfrumvörp á þessum fyrstu fimm mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og ellefu þingsályktanir. Aðeins eitt þingmál varð eftir í nefndum þingsins. Það var ekki hvað síst fyrir röggsemi þingmanna Flokks fólksins í nefndarstörfum. Brýn öryggismál einnig tafin Eitt þeirra mála sem minnihlutanum tókst að koma í veg fyrir að næði fram að ganga var frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála. Einnig stöðvaði stjórnarandstaðan frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem felur í sér afturköllun alþjóðlegrar verndar gerist hælisleitendur alvarlega brotlegir við lög. Þjóðinni sendur fingurinn Með málþófi og tafaleikjum tókst Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir samþykkt 16 frumvarpa Viðreisnar, 10 frumvarpa Samfylkingarinnar og 9 frumvarpa ráðherra Flokks fólksins. Þeirra á meðal er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum sem ætlað er að stórbæta réttindi leigjenda með skráningu allra leigusamninga og þaki á hækkun húsaleigu. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var ekki heldur gefið grið. Það var sorglegt að sjá jafnt reyndari þingmenn jafnt sem óreynda varaþingmenn stjórnarandstöðunnar leggja allt í sölurnar í vörnum fyrir stórútgerðina. En kannanir sýna að þar sáðu þessir þrír flokkar ekki til góðrar uppskeru. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun