Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júlí 2025 07:02 Til stendur af hálfu Evrópusambandsins að leggja verndartolla á Ísland, Noreg og Liechtenstein þvert á EES-samninginn sem ríkin eiga aðild að ásamt ríkjum sambandsins. Hefur ríkjunum samkvæmt fréttum verið tilkynnt um þetta. Forystumenn Evrópusambandsins gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega fyrir að leggja verndartolla á vinaþjóðir og brjóta með því gegn viðskiptasamningum við þau en hafa nú í hyggju að standa í raun enn verr að málum. Með fyrirhuguðum tollum hyggst Evrópusambandsins þannig bregðast við verndartollum Trumps þrátt fyrir að Ísland, Noregur og Liechtenstein beri enga sök í þeim efnum og hafi þvert á móti einnig orðið fyrir barðinu á bandarískum tollum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa til þessa lagt tolla með beinum hætti á þau ríki sem þau telja sig eiga viðskiptalega sökótt við en ekki ríki sem eiga þar ekki hlut að máli. Til stendur þannig að ganga enn lengra af sambandinu gegn ríkjunum þremur. Forystumenn í Noregi eru æfir yfir áformum Evrópusambandsins en engin gagnrýni hefur heyrzt frá hérlendum ráðamönnum í þeim efnum þrátt fyrir stór orð sömu aðila um tolla Trumps. Málið komst ekki í umræðuna hér á landi fyrr en eftir að fjallað hafði verið um það í norskum fjölmiðlum þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hefðu vitað af því. Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis fréttu fyrst af því í þeim. Öllu skiptir ljóslega hvort um sé að ræða Evrópusambandið eða Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson EES-samningurinn Evrópusambandið Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Til stendur af hálfu Evrópusambandsins að leggja verndartolla á Ísland, Noreg og Liechtenstein þvert á EES-samninginn sem ríkin eiga aðild að ásamt ríkjum sambandsins. Hefur ríkjunum samkvæmt fréttum verið tilkynnt um þetta. Forystumenn Evrópusambandsins gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega fyrir að leggja verndartolla á vinaþjóðir og brjóta með því gegn viðskiptasamningum við þau en hafa nú í hyggju að standa í raun enn verr að málum. Með fyrirhuguðum tollum hyggst Evrópusambandsins þannig bregðast við verndartollum Trumps þrátt fyrir að Ísland, Noregur og Liechtenstein beri enga sök í þeim efnum og hafi þvert á móti einnig orðið fyrir barðinu á bandarískum tollum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa til þessa lagt tolla með beinum hætti á þau ríki sem þau telja sig eiga viðskiptalega sökótt við en ekki ríki sem eiga þar ekki hlut að máli. Til stendur þannig að ganga enn lengra af sambandinu gegn ríkjunum þremur. Forystumenn í Noregi eru æfir yfir áformum Evrópusambandsins en engin gagnrýni hefur heyrzt frá hérlendum ráðamönnum í þeim efnum þrátt fyrir stór orð sömu aðila um tolla Trumps. Málið komst ekki í umræðuna hér á landi fyrr en eftir að fjallað hafði verið um það í norskum fjölmiðlum þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hefðu vitað af því. Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis fréttu fyrst af því í þeim. Öllu skiptir ljóslega hvort um sé að ræða Evrópusambandið eða Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun