Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, Elísa Rún Svansdóttir, Lilja Íris Long Birnudóttir, Lísa Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Baldursdóttir og Silja Höllu Egilsdóttir skrifa 23. júlí 2025 14:03 Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun