Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 24. júlí 2025 08:03 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um kynferðisofbeldi, með gögnum frá Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara. Þegar litið er til OECD samanburðar um kynbundið ofbeldi sést að við eigum langt í land með að ná fullu kynjajafnrétti og stöndum okkur síst betur en aðrar þjóðir. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir líkama sínum er ein af grundvallarforsendum kynjajafnréttis en konur á Íslandi búa enn við ógn af kynbundnu- og kynferðislegu áreiti og ofbeldi. Hvað er kynbundið ofbeldi? Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem „[o]fbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.“ Kynbundið ofbeldi hefur svo víðtæk áhrif á öryggi og lífsgæði kvenna og stúlkna að OECD hefur skilgreint það sem heimfaraldur sem sé viðhaldið með samfélagslegu samþykki. Þó flestar ef ekki allar konur og stúlkur séu meðvitaðar um þá ógn sem þeim stafar af kynbundnu ofbeldi eru fatlaðar konur, konur af erlendum uppruna og kynsegin konur í mestri hættu að verða fyrir ofbeldi. Fjórða hver kona er brotaþoli kynferðisofbeldis Í könnun Embættis landlæknis um Heilsu og líðan árið 2022 kom fram að um fjórðungur kvenna hefur verið beittur kynferðisofbeldi á lífsleiðinni en 9% karla. Fleiri karlar en konur hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Á myndinni má sjá kyn og aldursskiptingu svara við spurningunni um hvort fólk hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, t.d. verið þvingað til kynferðislegra athafna, svo sem samfara eða snertingar, gegn vilja sínum. Mynd 1: Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi einu sinni eða oftar um ævina - eftir aldri Eins og sést á myndinni er yngra fólk líklegra til að verða fyrir kynferðisofbeldi en eldra fólk og konur eru í miklum meirihluta brotaþola. Rannsóknin Áfallasaga kvenna sýnir sama aldursmynstur meðal kvenna en þar er þó hlutfall kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi mun hærra í öllum aldurshópum, nema í þeim yngstu þar sem það er svipað, samaborið við könnunina Heilsa og líðan. Þegar spurt er hver hafi beitt ofbeldinu kemur fram að flest hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhverra sem þau þekkja en miklu fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum eða af hálfu fyrrum maka eða kærasta. Ekki var spurt um kyn geranda. Karlar eru oftast gerendur í kynferðisbrotamálum Samkvæmt Ríkislögreglustjóra voru 568 kynferðisbrot skráð hjá lögregluembættum landsins árið 2024. Mynd 2: Fjöldi skráðra kynferðisbrota hjá lögreglunni, 2024 Þegar litið er til kyns brotaþola og gerenda eru konur í miklum meirihluta brotaþola og karlar í miklum meirihluta gerenda. Kynjahlutföllin eru enn ýktari vegna nauðgunarbrota. Mynd 3: Hlutfall brotaþola kynferðisbrota eftir kyni, 2024 Mynd 4: Hlutfall grunaðra gerenda í kynferðisbrotamálum eftir kyni, 2024 Flestir af grunuðum gerendum eru karlar á aldrinum 18-35 ára og er þetta í samræmi við tölfræði frá Stígamótum um gerendur. Frekari upplýsingar um gerendur er að finna í skýrslu samtakanna um ofbeldismenn sem gefin var út árið 2023. Fæst kynferðisbrot komast til dómstóla Að meðaltali voru 544 kynferðisbrot skráð árlega hjá lögreglu 2014-2023. Á sama tímabili rötuðu að meðaltali 312 kynferðisbrot á borð ákæruvaldsins samkvæmt ársskýrslum Ríkissaksóknara. Mynd 5: Fjöldi kynferðisbrotamála sem afgreidd voru af ákæruvaldinu á árunum 2014-2023 og fjöldi mála sem leiddu til ákæru Að meðaltali leiddu 43% þeirra kynferðisbrotamála sem ákæruvaldið afgreiddi á árunum 2014-2023 til ákæru en árin 2018 og 2019 skera sig úr bæði vegna fjölda mála og þess að meirihluti mála leiddi til ákæru. Alls leiddu 1.420 mál til ákæru á árunum 2014-2023. Um afdrif þeirra fyrir dómstólum vitum við ekki því þær upplýsingar er ekki er hægt að nálgast miðlægt á vefnum. Kröfur Kvennaárs og Druslugangan Kröfur Kvennaárs snúa m.a. að því að endurskoða lög um nauðganir og kynferðisbrot og stórauka fræðslu dómara, ákærenda og lögreglu um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess. Kröfurnar endurspegla þann raunveruleika að fjórðungur kvenna verður fyrir kynferðisofbeldi, mun lægra hlutfall brotanna kemur inn á borð lögreglu og enn færri mál til dómstóla. Án breytinga erum við að viðhalda heimsfaraldri kynbundins ofbeldis. Druslugangan fer fram laugardaginn 26. júlí. Við hvetjum öll til að taka þátt í göngunni, taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi og krefjast samfélags þar sem konur og stúlkur geta lifað óhultar. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um kynferðisofbeldi, með gögnum frá Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara. Þegar litið er til OECD samanburðar um kynbundið ofbeldi sést að við eigum langt í land með að ná fullu kynjajafnrétti og stöndum okkur síst betur en aðrar þjóðir. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir líkama sínum er ein af grundvallarforsendum kynjajafnréttis en konur á Íslandi búa enn við ógn af kynbundnu- og kynferðislegu áreiti og ofbeldi. Hvað er kynbundið ofbeldi? Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem „[o]fbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.“ Kynbundið ofbeldi hefur svo víðtæk áhrif á öryggi og lífsgæði kvenna og stúlkna að OECD hefur skilgreint það sem heimfaraldur sem sé viðhaldið með samfélagslegu samþykki. Þó flestar ef ekki allar konur og stúlkur séu meðvitaðar um þá ógn sem þeim stafar af kynbundnu ofbeldi eru fatlaðar konur, konur af erlendum uppruna og kynsegin konur í mestri hættu að verða fyrir ofbeldi. Fjórða hver kona er brotaþoli kynferðisofbeldis Í könnun Embættis landlæknis um Heilsu og líðan árið 2022 kom fram að um fjórðungur kvenna hefur verið beittur kynferðisofbeldi á lífsleiðinni en 9% karla. Fleiri karlar en konur hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Á myndinni má sjá kyn og aldursskiptingu svara við spurningunni um hvort fólk hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, t.d. verið þvingað til kynferðislegra athafna, svo sem samfara eða snertingar, gegn vilja sínum. Mynd 1: Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi einu sinni eða oftar um ævina - eftir aldri Eins og sést á myndinni er yngra fólk líklegra til að verða fyrir kynferðisofbeldi en eldra fólk og konur eru í miklum meirihluta brotaþola. Rannsóknin Áfallasaga kvenna sýnir sama aldursmynstur meðal kvenna en þar er þó hlutfall kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi mun hærra í öllum aldurshópum, nema í þeim yngstu þar sem það er svipað, samaborið við könnunina Heilsa og líðan. Þegar spurt er hver hafi beitt ofbeldinu kemur fram að flest hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhverra sem þau þekkja en miklu fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum eða af hálfu fyrrum maka eða kærasta. Ekki var spurt um kyn geranda. Karlar eru oftast gerendur í kynferðisbrotamálum Samkvæmt Ríkislögreglustjóra voru 568 kynferðisbrot skráð hjá lögregluembættum landsins árið 2024. Mynd 2: Fjöldi skráðra kynferðisbrota hjá lögreglunni, 2024 Þegar litið er til kyns brotaþola og gerenda eru konur í miklum meirihluta brotaþola og karlar í miklum meirihluta gerenda. Kynjahlutföllin eru enn ýktari vegna nauðgunarbrota. Mynd 3: Hlutfall brotaþola kynferðisbrota eftir kyni, 2024 Mynd 4: Hlutfall grunaðra gerenda í kynferðisbrotamálum eftir kyni, 2024 Flestir af grunuðum gerendum eru karlar á aldrinum 18-35 ára og er þetta í samræmi við tölfræði frá Stígamótum um gerendur. Frekari upplýsingar um gerendur er að finna í skýrslu samtakanna um ofbeldismenn sem gefin var út árið 2023. Fæst kynferðisbrot komast til dómstóla Að meðaltali voru 544 kynferðisbrot skráð árlega hjá lögreglu 2014-2023. Á sama tímabili rötuðu að meðaltali 312 kynferðisbrot á borð ákæruvaldsins samkvæmt ársskýrslum Ríkissaksóknara. Mynd 5: Fjöldi kynferðisbrotamála sem afgreidd voru af ákæruvaldinu á árunum 2014-2023 og fjöldi mála sem leiddu til ákæru Að meðaltali leiddu 43% þeirra kynferðisbrotamála sem ákæruvaldið afgreiddi á árunum 2014-2023 til ákæru en árin 2018 og 2019 skera sig úr bæði vegna fjölda mála og þess að meirihluti mála leiddi til ákæru. Alls leiddu 1.420 mál til ákæru á árunum 2014-2023. Um afdrif þeirra fyrir dómstólum vitum við ekki því þær upplýsingar er ekki er hægt að nálgast miðlægt á vefnum. Kröfur Kvennaárs og Druslugangan Kröfur Kvennaárs snúa m.a. að því að endurskoða lög um nauðganir og kynferðisbrot og stórauka fræðslu dómara, ákærenda og lögreglu um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess. Kröfurnar endurspegla þann raunveruleika að fjórðungur kvenna verður fyrir kynferðisofbeldi, mun lægra hlutfall brotanna kemur inn á borð lögreglu og enn færri mál til dómstóla. Án breytinga erum við að viðhalda heimsfaraldri kynbundins ofbeldis. Druslugangan fer fram laugardaginn 26. júlí. Við hvetjum öll til að taka þátt í göngunni, taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi og krefjast samfélags þar sem konur og stúlkur geta lifað óhultar. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun