Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 24. júlí 2025 08:03 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um kynferðisofbeldi, með gögnum frá Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara. Þegar litið er til OECD samanburðar um kynbundið ofbeldi sést að við eigum langt í land með að ná fullu kynjajafnrétti og stöndum okkur síst betur en aðrar þjóðir. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir líkama sínum er ein af grundvallarforsendum kynjajafnréttis en konur á Íslandi búa enn við ógn af kynbundnu- og kynferðislegu áreiti og ofbeldi. Hvað er kynbundið ofbeldi? Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem „[o]fbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.“ Kynbundið ofbeldi hefur svo víðtæk áhrif á öryggi og lífsgæði kvenna og stúlkna að OECD hefur skilgreint það sem heimfaraldur sem sé viðhaldið með samfélagslegu samþykki. Þó flestar ef ekki allar konur og stúlkur séu meðvitaðar um þá ógn sem þeim stafar af kynbundnu ofbeldi eru fatlaðar konur, konur af erlendum uppruna og kynsegin konur í mestri hættu að verða fyrir ofbeldi. Fjórða hver kona er brotaþoli kynferðisofbeldis Í könnun Embættis landlæknis um Heilsu og líðan árið 2022 kom fram að um fjórðungur kvenna hefur verið beittur kynferðisofbeldi á lífsleiðinni en 9% karla. Fleiri karlar en konur hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Á myndinni má sjá kyn og aldursskiptingu svara við spurningunni um hvort fólk hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, t.d. verið þvingað til kynferðislegra athafna, svo sem samfara eða snertingar, gegn vilja sínum. Mynd 1: Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi einu sinni eða oftar um ævina - eftir aldri Eins og sést á myndinni er yngra fólk líklegra til að verða fyrir kynferðisofbeldi en eldra fólk og konur eru í miklum meirihluta brotaþola. Rannsóknin Áfallasaga kvenna sýnir sama aldursmynstur meðal kvenna en þar er þó hlutfall kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi mun hærra í öllum aldurshópum, nema í þeim yngstu þar sem það er svipað, samaborið við könnunina Heilsa og líðan. Þegar spurt er hver hafi beitt ofbeldinu kemur fram að flest hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhverra sem þau þekkja en miklu fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum eða af hálfu fyrrum maka eða kærasta. Ekki var spurt um kyn geranda. Karlar eru oftast gerendur í kynferðisbrotamálum Samkvæmt Ríkislögreglustjóra voru 568 kynferðisbrot skráð hjá lögregluembættum landsins árið 2024. Mynd 2: Fjöldi skráðra kynferðisbrota hjá lögreglunni, 2024 Þegar litið er til kyns brotaþola og gerenda eru konur í miklum meirihluta brotaþola og karlar í miklum meirihluta gerenda. Kynjahlutföllin eru enn ýktari vegna nauðgunarbrota. Mynd 3: Hlutfall brotaþola kynferðisbrota eftir kyni, 2024 Mynd 4: Hlutfall grunaðra gerenda í kynferðisbrotamálum eftir kyni, 2024 Flestir af grunuðum gerendum eru karlar á aldrinum 18-35 ára og er þetta í samræmi við tölfræði frá Stígamótum um gerendur. Frekari upplýsingar um gerendur er að finna í skýrslu samtakanna um ofbeldismenn sem gefin var út árið 2023. Fæst kynferðisbrot komast til dómstóla Að meðaltali voru 544 kynferðisbrot skráð árlega hjá lögreglu 2014-2023. Á sama tímabili rötuðu að meðaltali 312 kynferðisbrot á borð ákæruvaldsins samkvæmt ársskýrslum Ríkissaksóknara. Mynd 5: Fjöldi kynferðisbrotamála sem afgreidd voru af ákæruvaldinu á árunum 2014-2023 og fjöldi mála sem leiddu til ákæru Að meðaltali leiddu 43% þeirra kynferðisbrotamála sem ákæruvaldið afgreiddi á árunum 2014-2023 til ákæru en árin 2018 og 2019 skera sig úr bæði vegna fjölda mála og þess að meirihluti mála leiddi til ákæru. Alls leiddu 1.420 mál til ákæru á árunum 2014-2023. Um afdrif þeirra fyrir dómstólum vitum við ekki því þær upplýsingar er ekki er hægt að nálgast miðlægt á vefnum. Kröfur Kvennaárs og Druslugangan Kröfur Kvennaárs snúa m.a. að því að endurskoða lög um nauðganir og kynferðisbrot og stórauka fræðslu dómara, ákærenda og lögreglu um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess. Kröfurnar endurspegla þann raunveruleika að fjórðungur kvenna verður fyrir kynferðisofbeldi, mun lægra hlutfall brotanna kemur inn á borð lögreglu og enn færri mál til dómstóla. Án breytinga erum við að viðhalda heimsfaraldri kynbundins ofbeldis. Druslugangan fer fram laugardaginn 26. júlí. Við hvetjum öll til að taka þátt í göngunni, taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi og krefjast samfélags þar sem konur og stúlkur geta lifað óhultar. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um kynferðisofbeldi, með gögnum frá Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara. Þegar litið er til OECD samanburðar um kynbundið ofbeldi sést að við eigum langt í land með að ná fullu kynjajafnrétti og stöndum okkur síst betur en aðrar þjóðir. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir líkama sínum er ein af grundvallarforsendum kynjajafnréttis en konur á Íslandi búa enn við ógn af kynbundnu- og kynferðislegu áreiti og ofbeldi. Hvað er kynbundið ofbeldi? Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem „[o]fbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.“ Kynbundið ofbeldi hefur svo víðtæk áhrif á öryggi og lífsgæði kvenna og stúlkna að OECD hefur skilgreint það sem heimfaraldur sem sé viðhaldið með samfélagslegu samþykki. Þó flestar ef ekki allar konur og stúlkur séu meðvitaðar um þá ógn sem þeim stafar af kynbundnu ofbeldi eru fatlaðar konur, konur af erlendum uppruna og kynsegin konur í mestri hættu að verða fyrir ofbeldi. Fjórða hver kona er brotaþoli kynferðisofbeldis Í könnun Embættis landlæknis um Heilsu og líðan árið 2022 kom fram að um fjórðungur kvenna hefur verið beittur kynferðisofbeldi á lífsleiðinni en 9% karla. Fleiri karlar en konur hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Á myndinni má sjá kyn og aldursskiptingu svara við spurningunni um hvort fólk hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, t.d. verið þvingað til kynferðislegra athafna, svo sem samfara eða snertingar, gegn vilja sínum. Mynd 1: Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi einu sinni eða oftar um ævina - eftir aldri Eins og sést á myndinni er yngra fólk líklegra til að verða fyrir kynferðisofbeldi en eldra fólk og konur eru í miklum meirihluta brotaþola. Rannsóknin Áfallasaga kvenna sýnir sama aldursmynstur meðal kvenna en þar er þó hlutfall kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi mun hærra í öllum aldurshópum, nema í þeim yngstu þar sem það er svipað, samaborið við könnunina Heilsa og líðan. Þegar spurt er hver hafi beitt ofbeldinu kemur fram að flest hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhverra sem þau þekkja en miklu fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum eða af hálfu fyrrum maka eða kærasta. Ekki var spurt um kyn geranda. Karlar eru oftast gerendur í kynferðisbrotamálum Samkvæmt Ríkislögreglustjóra voru 568 kynferðisbrot skráð hjá lögregluembættum landsins árið 2024. Mynd 2: Fjöldi skráðra kynferðisbrota hjá lögreglunni, 2024 Þegar litið er til kyns brotaþola og gerenda eru konur í miklum meirihluta brotaþola og karlar í miklum meirihluta gerenda. Kynjahlutföllin eru enn ýktari vegna nauðgunarbrota. Mynd 3: Hlutfall brotaþola kynferðisbrota eftir kyni, 2024 Mynd 4: Hlutfall grunaðra gerenda í kynferðisbrotamálum eftir kyni, 2024 Flestir af grunuðum gerendum eru karlar á aldrinum 18-35 ára og er þetta í samræmi við tölfræði frá Stígamótum um gerendur. Frekari upplýsingar um gerendur er að finna í skýrslu samtakanna um ofbeldismenn sem gefin var út árið 2023. Fæst kynferðisbrot komast til dómstóla Að meðaltali voru 544 kynferðisbrot skráð árlega hjá lögreglu 2014-2023. Á sama tímabili rötuðu að meðaltali 312 kynferðisbrot á borð ákæruvaldsins samkvæmt ársskýrslum Ríkissaksóknara. Mynd 5: Fjöldi kynferðisbrotamála sem afgreidd voru af ákæruvaldinu á árunum 2014-2023 og fjöldi mála sem leiddu til ákæru Að meðaltali leiddu 43% þeirra kynferðisbrotamála sem ákæruvaldið afgreiddi á árunum 2014-2023 til ákæru en árin 2018 og 2019 skera sig úr bæði vegna fjölda mála og þess að meirihluti mála leiddi til ákæru. Alls leiddu 1.420 mál til ákæru á árunum 2014-2023. Um afdrif þeirra fyrir dómstólum vitum við ekki því þær upplýsingar er ekki er hægt að nálgast miðlægt á vefnum. Kröfur Kvennaárs og Druslugangan Kröfur Kvennaárs snúa m.a. að því að endurskoða lög um nauðganir og kynferðisbrot og stórauka fræðslu dómara, ákærenda og lögreglu um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess. Kröfurnar endurspegla þann raunveruleika að fjórðungur kvenna verður fyrir kynferðisofbeldi, mun lægra hlutfall brotanna kemur inn á borð lögreglu og enn færri mál til dómstóla. Án breytinga erum við að viðhalda heimsfaraldri kynbundins ofbeldis. Druslugangan fer fram laugardaginn 26. júlí. Við hvetjum öll til að taka þátt í göngunni, taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi og krefjast samfélags þar sem konur og stúlkur geta lifað óhultar. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun