Ólafur Stephensen og Kaupfélag Skagfirðinga Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 12. október 2022 09:30 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi. Ég hef hingað til haft gott álit á Ólafi Stephensen, en þetta finnst mér sérkennilegur málatilbúnaður. Mér vitanlega er Ísland enn með stjórnmálasamband við Rússland. Í Moskvu situr sendiherra Íslands og í Reykjavík situr sendiherra Rússlands. Ætlar Ólafur þá ekki að hætta að kaupa Íslenskar vörur með þeim rökum að Íslensk stjórnvöld séu með stjórnmálasamband við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Starf konsúls/ræðismanns hefur nákvæmlega ekkert með stríðsrekstur í Úkraínu að gera. Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga hefur heldur ekkert með innrás Rússlands í Úkraínu að gera. Kaupfélagið skipar enga ræðismenn. Mér finnst svona árás á einstakling og félag sem hann starfar hjá vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu vera óviðeigandi. Og þá er vægt til orða tekið. Nær væri Ólafi að beina spjótum sínum að Íslenskum stjórnvöldum ef hann telur að slíta eigi stjórnmálasambandi Íslands við Rússland. Þá myndi væntanlega starfs konsúls leggjast niður um leið enda ekkert stjórnmálasamband lengur. Sjálfur versla ég við Kaupfélags Skagfirðinga þegar færi gefst og aðstoða líka vini mína í Úkraínu eftir bestu getu. Höfundur er prófessor á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Neytendur Skagafjörður Veitingastaðir Tengdar fréttir Hættur að versla við KS vegna stríðsins Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. 11. október 2022 13:52 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi. Ég hef hingað til haft gott álit á Ólafi Stephensen, en þetta finnst mér sérkennilegur málatilbúnaður. Mér vitanlega er Ísland enn með stjórnmálasamband við Rússland. Í Moskvu situr sendiherra Íslands og í Reykjavík situr sendiherra Rússlands. Ætlar Ólafur þá ekki að hætta að kaupa Íslenskar vörur með þeim rökum að Íslensk stjórnvöld séu með stjórnmálasamband við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Starf konsúls/ræðismanns hefur nákvæmlega ekkert með stríðsrekstur í Úkraínu að gera. Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga hefur heldur ekkert með innrás Rússlands í Úkraínu að gera. Kaupfélagið skipar enga ræðismenn. Mér finnst svona árás á einstakling og félag sem hann starfar hjá vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu vera óviðeigandi. Og þá er vægt til orða tekið. Nær væri Ólafi að beina spjótum sínum að Íslenskum stjórnvöldum ef hann telur að slíta eigi stjórnmálasambandi Íslands við Rússland. Þá myndi væntanlega starfs konsúls leggjast niður um leið enda ekkert stjórnmálasamband lengur. Sjálfur versla ég við Kaupfélags Skagfirðinga þegar færi gefst og aðstoða líka vini mína í Úkraínu eftir bestu getu. Höfundur er prófessor á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Hættur að versla við KS vegna stríðsins Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. 11. október 2022 13:52
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar