Frístundir, fyrir öll börn! Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. apríl 2022 11:00 Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni. Þess má geta að frístundir geta verið margvíslegar, þar með talið hvers konar íþróttir, tónlistariðkun og ýmislegt fleira. Það er því mikilvægt að við sem samfélag stuðlum að því með myndarlegum hætti, eins og gert er með frístundastyrk sveitarfélagsins. Allir eiga að sitja við sama borð Það er okkur í Áfram Árborg mikið kappsmál að allir sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Með frístundastyrknum hafa fleiri[ARV1] tök á því að vera í hvers konar frístundum heldur en ef hann væri ekki til staðar. Það er samt sem áður áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frístundastyrkurinn er ekki veittur nema frá fimm ára aldri. Við erum því í raun að mismuna börnum vegna aldurs. Börn á aldrinum 0-4 ára hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri til frístundaiðkunar og hin eldri. Það er afar mikilvægt fyrir félags- og hreyfiþroska barna að geta tekið þátt í frístundastarfi af einhverju tagi en mýmörg tækifæri eru til þess innan Árborgar hafi heimilið efni á því að senda börn sín á slík námskeið. Með því að veita öllum börnum frístundastyrk mætti auka þátttökuna og um leið greiða götu barnafjölskyldna til að taka þátt í einhverskonar frístundastarfi frá fæðingu barns. Allt sem fylgir Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að frístundum fylgir meira en bara æfingagjöld. Það eru búningar, hljóðfæri, keppnisferðir og margt fleira sem frístundastyrkurinn hreinlega nær ekki yfir. Ef við viljum búa til samfélag sem allir hafa jöfn tækifæri er þetta mál sem þarf einnig að skoða alvarlega. Mögulega mætti leysa það með einhverskonar auka frístundastyrk til efnaminni heimila eða styrk til íþróttafélaganna sem væri eyrnamerktur til búningakaupa. Hvernig það yrði framkvæmt verður kannski ekki leyst hér og nú en það er umræðunnar virði og ljóst að þarna þarf að finna lausnir. Framtíðin er núna Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ávinningur af því fyrir samfélagið að gefa börnum jöfn tækifæri og hugsa um hag barnafjölskyldna. Með því getum við mögulega komið í veg fyrir ýmis vandkvæði síðar. Það er mikilvægt að efla seiglu, styðja við félagslegan þroska og mikilvægast er að sýna það og sanna að öll eigum við sama réttinn til þátttöku í samfélaginu. Þess vegna teljum við í Áfram Árborg mikilvægt að byrja að veita frístundastyrk til barna um leið og þau fæðast og til 18 ára aldurs. Við sem samfélag eigum ekki að hindra leiðir að þátttöku heldur eigum við að efla þær. Höfundur skipar 3. sæti Áfram Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Börn og uppeldi Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni. Þess má geta að frístundir geta verið margvíslegar, þar með talið hvers konar íþróttir, tónlistariðkun og ýmislegt fleira. Það er því mikilvægt að við sem samfélag stuðlum að því með myndarlegum hætti, eins og gert er með frístundastyrk sveitarfélagsins. Allir eiga að sitja við sama borð Það er okkur í Áfram Árborg mikið kappsmál að allir sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Með frístundastyrknum hafa fleiri[ARV1] tök á því að vera í hvers konar frístundum heldur en ef hann væri ekki til staðar. Það er samt sem áður áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frístundastyrkurinn er ekki veittur nema frá fimm ára aldri. Við erum því í raun að mismuna börnum vegna aldurs. Börn á aldrinum 0-4 ára hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri til frístundaiðkunar og hin eldri. Það er afar mikilvægt fyrir félags- og hreyfiþroska barna að geta tekið þátt í frístundastarfi af einhverju tagi en mýmörg tækifæri eru til þess innan Árborgar hafi heimilið efni á því að senda börn sín á slík námskeið. Með því að veita öllum börnum frístundastyrk mætti auka þátttökuna og um leið greiða götu barnafjölskyldna til að taka þátt í einhverskonar frístundastarfi frá fæðingu barns. Allt sem fylgir Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að frístundum fylgir meira en bara æfingagjöld. Það eru búningar, hljóðfæri, keppnisferðir og margt fleira sem frístundastyrkurinn hreinlega nær ekki yfir. Ef við viljum búa til samfélag sem allir hafa jöfn tækifæri er þetta mál sem þarf einnig að skoða alvarlega. Mögulega mætti leysa það með einhverskonar auka frístundastyrk til efnaminni heimila eða styrk til íþróttafélaganna sem væri eyrnamerktur til búningakaupa. Hvernig það yrði framkvæmt verður kannski ekki leyst hér og nú en það er umræðunnar virði og ljóst að þarna þarf að finna lausnir. Framtíðin er núna Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ávinningur af því fyrir samfélagið að gefa börnum jöfn tækifæri og hugsa um hag barnafjölskyldna. Með því getum við mögulega komið í veg fyrir ýmis vandkvæði síðar. Það er mikilvægt að efla seiglu, styðja við félagslegan þroska og mikilvægast er að sýna það og sanna að öll eigum við sama réttinn til þátttöku í samfélaginu. Þess vegna teljum við í Áfram Árborg mikilvægt að byrja að veita frístundastyrk til barna um leið og þau fæðast og til 18 ára aldurs. Við sem samfélag eigum ekki að hindra leiðir að þátttöku heldur eigum við að efla þær. Höfundur skipar 3. sæti Áfram Árborg.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun