„Algjört vald“ en engin ábyrgð? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. apríl 2022 15:30 „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Hann gagnrýndi að með frumvarpinu væri „Alþingi að veita ráðherra algjört ákvörðunarvald í þessu“. Frumvarpið var samþykkt og þetta er sá lagarammi sem gildir um söluna á Íslandsbanka. Lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra, aðili sem nýtur trausts meirihluta á Alþingi sem vörslumaður ríkiseigna, ráði ferðinni við sölu á banka og beri ábyrgðina, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt lögunum gerir Bankasýslan tillögur til ráðherra um sölu. Hún fylgir eftir ákvörðunum ráðherra og leggur fram rökstutt mat á tilboðum sem berast, en það er ráðherra sem hefur yfirumsjón með ferlinu og á að búa þannig um hnútana að markmiðum laganna um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni sé fylgt. Það er ráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu á eignarhlutum. Við slíka meðferð opinbers valds er ráðherra auðvitað bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttar. Hann og ráðuneytið undir hans yfirstjórn þurfa að vanda til verka og afla allra nauðsynlegra gagna til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Eins og Guðlaugur Þór benti á árið 2012 eru lögin skýr um að ákvörðunarvaldið er hjá ráðherra, ekki hjá undirstofnunum eða Alþingi, og þar sem ákvörðunarvaldið liggur, þar liggur líka lagalega og pólitíska ábyrgðin sama hvernig Katrín Jakobsdóttir og þingmenn stjórnarmeirihlutans reyna að telja okkur trú um annað. Útspil formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun um að leggja niður Bankasýsluna, og hengja allar brotalamir í söluferlinu um háls þeirrar stofnunar, verður að teljast nokkuð óvænt, enda hafa formennirnir þrír ekki greint frá því með hvaða hætti Bankasýslan brást; hvort og hvernig framkvæmdin stangaðist á við fyrirmæli fjármálaráðherra. Hafi Bankasýslan vikið með einhverjum hætti frá forskrift ráðherra við söluna og ekki starfað samkvæmt lögum og reglum, þá verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að upplýsa strax um hvað gerðist í stað þess að fara með hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Hann gagnrýndi að með frumvarpinu væri „Alþingi að veita ráðherra algjört ákvörðunarvald í þessu“. Frumvarpið var samþykkt og þetta er sá lagarammi sem gildir um söluna á Íslandsbanka. Lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra, aðili sem nýtur trausts meirihluta á Alþingi sem vörslumaður ríkiseigna, ráði ferðinni við sölu á banka og beri ábyrgðina, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt lögunum gerir Bankasýslan tillögur til ráðherra um sölu. Hún fylgir eftir ákvörðunum ráðherra og leggur fram rökstutt mat á tilboðum sem berast, en það er ráðherra sem hefur yfirumsjón með ferlinu og á að búa þannig um hnútana að markmiðum laganna um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni sé fylgt. Það er ráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu á eignarhlutum. Við slíka meðferð opinbers valds er ráðherra auðvitað bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttar. Hann og ráðuneytið undir hans yfirstjórn þurfa að vanda til verka og afla allra nauðsynlegra gagna til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Eins og Guðlaugur Þór benti á árið 2012 eru lögin skýr um að ákvörðunarvaldið er hjá ráðherra, ekki hjá undirstofnunum eða Alþingi, og þar sem ákvörðunarvaldið liggur, þar liggur líka lagalega og pólitíska ábyrgðin sama hvernig Katrín Jakobsdóttir og þingmenn stjórnarmeirihlutans reyna að telja okkur trú um annað. Útspil formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun um að leggja niður Bankasýsluna, og hengja allar brotalamir í söluferlinu um háls þeirrar stofnunar, verður að teljast nokkuð óvænt, enda hafa formennirnir þrír ekki greint frá því með hvaða hætti Bankasýslan brást; hvort og hvernig framkvæmdin stangaðist á við fyrirmæli fjármálaráðherra. Hafi Bankasýslan vikið með einhverjum hætti frá forskrift ráðherra við söluna og ekki starfað samkvæmt lögum og reglum, þá verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að upplýsa strax um hvað gerðist í stað þess að fara með hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun