Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 16. mars 2022 14:00 Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Hlíf Ocares Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar