Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun