Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar 28. nóvember 2025 10:47 Jarðarför sem hefði ekki átt að eiga sér stað: Dauðinn gerir ekki boð á undan sér, eða hvað? Það er ekkert eins ömurlegt þegar maður horfir á eftir ungu fólki í blóma lífsins fara svona, þær eru orðnar alltof margar svona jarðarfarir sem ég hef farið í. Það er auðvelt að týnast í stríðum og hörmungarhyggju utan landsteinanna og velta sér upp úr hamförum annarra þjóða. Á sama tíma er unga fólkinu okkar fórnað á fíkniefnaaltarinu vegna aðgerðarleysis hér heima. Þetta er okkar stríð, stríð sem við erum löngu hætt að fela: Fíkniefnastríðið. „Spurningin er ekki hvort við séum að tapa, heldur hvenær við ætlum að horfast í augu við að við höfum lagt niður vopnin og gefist upp fyrir löngu.“ Dauðinn verður kerfisbundinn fórnarkostnaður. Erum við ekki búin að tapa stríðinu þegar það er hætt að vera frétt þegar ungt fólk í blóma lífsins fórnar lífi sínu á altari vímuefnafíknar vegna þess að úrræði hafa ekki verið til? Þetta er harmleikur í einhverja daga fyrir samfélagið og svo kemur annar mánudagur og fréttin hættir að vera clickbait hjá fjölmiðlum og þetta líf verður að kerfisbundnum fórnarkostnaði inni í Excel-skjali og tölfræði. Þegar dauðinn verður venja, þá er stríðið tapað. Eftir sitja ástvinir harmi þrungnir og spyrja sig spurninganna: „Af hverju fór þetta svona og hver ber ábyrgð?“ Var aftakan uppgjafardagurinn? Hvenær var uppgjafardagurinn? Var það þegar aftakan varð yfirlýsing, þegar skipulögð glæpastarfsemi varð alvöru ógn og sýndi í sér tennurnar? Yfirmaður lögreglunnar, Karl Steinar Valsson, í viðtali ekki fyrir svo löngu síðan þegar hann var spurður út í hörkuna í undirheimunum. Hann sagði eitthvað á þá leið að „þegar maður er tekinn af lífi í excausecer-stíl heima hjá sér breytist eitthvað hér á landi.“ Var það þá sem við vorum hrifsuð inn í raunveruleikann? Hver var dagur uppgjafarinnar? Eða var það þegar vopnuðum útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgaði tólffalt á tíu ára tímabili, úr 461 í 2141? Eða var það þegar við áttuðum okkur á því að fíkniefnamarkaðurinn varð stærri, öflugri og skilvirkari en nokkur stofnun sem við höfum til ráðstöfunar til að vinna gegn þessum vágesti? Var það þegar erlend og innlend skipulögð glæpasamtök urðu að sannkallaðri ofurófreskju sem við getum ekki lengur haldið niðri með úreltum lögum og vegna þess að lögreglan og tollurinn eru ekki fullfjármögnuð og öryggisventill ríkisins – lögreglan og tollgæslan – stóðu ráðþrota frammi fyrir fíkniefnaflóðinu af stórhættulegum efnum miðað við magnið sem kemst inn í landið sem er augljós sönnun þess að við ráðum ekki við verkefnið? Eða gerðist það eins og Karl Steinar sagði þegar það var aftaka fyrir opnum tjöldum á meðal okkar, maður skotinn níu sinnum með aftökustíl fyrir utan eigið heimili, í hverfi venjulegs fólks? Maður hlýtur að spyrja þessara spurninga: ef það verður ekki tekið á þessari ógn af festu og hörku þá bíð ég ekki í framtíðina í þessum málaflokki og fyrst og fremst ungmenna okkar vegna sem eiga við fjölþáttavanda við að stríða, þau munu ekki eiga séns. Þetta var ekki venjulegt morð. Þetta var yfirlýsing og aðgerð framkvæmd af fagfólki, líklega með tengsl við erlenda og innlenda skipulagða glæpastarfsemi sem hefur tekið sér bólfestu hér á landi. Lögreglan og tollayfirvöld tala um að aldrei hafi ástandið verið jafn slæmt af sterkum efnum og hættulegum, er það tilviljun? En vorum við ekki nákvæmlega vöruð við þessu. Ísland er ekki lengur aðeins áfangastaður ferðamanna; það er orðið svæði fyrir glæpahópa og vettvangur fyrir innflutning glæpa, ofbeldis og mansals. Þegar slík grimmd verður normið erum við á verulega vondum stað og hann á ekki eftir að lagast fyrr en tekið verður fast á málum og enginn afsláttur verður veittur. Ríkið hefur brugðist í grundvallarhlutverki sínu, sem er að vernda borgarana og sérstaklega ungmennin okkar, á öllum sviðum í þessum málaflokki. Það er mín skoðun, allt frá varnarmálum,dómsmálum og fangelsismálum til meðferðarsviðsins – ekki bara núna heldur í áratugi og það endurspeglast í úrræðaleysi. Skrítin forgangsröðun stjórnvalda Ráðherrar eru í rifrildum á meðan foreldrar flýja með börnin sín. Við þurfum ekki nema að horfa til þess þegar foreldrar telja það svara kostnaði – og hverju vill maður ekki kosta til þegar líf ungmenna er í húfi – þegar flogið er yfir hálfan hnöttinn til að sækja sér þjónustu því hún er ekki í boði hér. Á sama tíma stendur ráðherra málaflokksins í rifrildum við fjölmiðil um hvort neysla ungmenna sé meiri eða minni samkvæmt einhverri könnun. Þetta er ekki vísbending, þetta er sönnun þess að forgangsröðun stjórnvalda sé á skrítnum stað – eins og segir í bókinni helgu: að benda á flísina í auga einhvers annars en sjá ekki bjálkann í eigin auga. Mér er drull um allt svona pjatt þegar veruleikinn blasir við okkur og þessi heimur dregur alltaf fleiri inn í eymdina sem hefur endað alltof oft með því að unga fólkið kveður mannheima of snemma. Jarðarfarirnar eru orðnar alltof margar sem ég hef þurft að fara í þar sem ég hef horft á eftir skjólstæðingum mínum vegna þess að við getum ekki sinnt þörfum þeirra. Hvert erum við komin sem samfélag þegar við getum ekki varið þessa einstaklinga fyrir þessum miskunnarlausa heimi? hugsaði ég þegar ég hlustaði á minningarræðu prestsins í kirkjunni í gær þegar 18 ára drengur var jarðsettur vegna þess að hann tapaði slagnum við fíkniefnin og árið 2008 var ég viðstaddur jarðarför blóðmóður hans af sömu ástæðu en þá var hún 19 ára. Hún gleymist seint og er ljóslifandi í minningunni eins og þessi drengur. Þó svo að kynnin hafi ekki verið löng eru þau eftirminnanleg og skemmtileg með drengnum. Gróðavélin sigrar lögin VAR VIÐ ÞESSU VARAÐ? Auðvitað. Alltaf. En var hlustað? Nei! Þeir sem skildu mannlegt eðli og græðgi hafa lengi vitað að þetta myndi gerast. Fíkniefnastríðið er í eðli sínu tapað stríð vegna þess að þeir sem reyna að stökkva á móti hafa engin vopn í hendi til að takast á við þessi öfl og við erum farin að veigra okkur við því að segja nokkuð í ótta við að missa starfið eða eitthvað verra eins og eiga það á hættu að vera ofsótt/ur af sömu stórhættulegum glæpjurtum og þar á bæ er enginn afsláttur gefinn til að sjálfvirka gróðavélin haldi áfram að malla. Eftirspurnin skapar blóðuga uppskeru. Við erum eyland! Það ætti að vera auðvelt að stöðva þennan innflutning. Við höfum fárra landamæra að gæta, aðeins hafnir og flugvelli. Þess í stað kemst draslið inn í landið á ógnarhraða. Ríkið er ekki að sýna neina hörku; það er að bjóða fíkniefnaflóðið velkomið. Við erum ekki að verja landamærin; við erum að auka gróðann og rétta glæpaklíkunum lykilinn að peningavélinni vegna þess að við erum ekki að setja nóg í málaflokkinn á öllum sviðum. Við erum ekki að berjast við innfædda smásala. Við erum að glíma við alþjóðlega viðskiptaheild sem hefur aftökur á boðstólum ef samningar bregðast. Þetta er kapítalismi í sinni hræðilegustu mynd, og hann er að sigra. Lakksskórnir verða að fara og fólk í raunveruleikatengslum við þennan heim þarf að komast að. Við erum komin á þann stað að við þurfum að horfast í augu við þann veruleika að núverandi aðferðir eru fullkomlega úreltar. Við þurfum að fá verkfærin aftur: aga og getu til að setja mörk. Við getum ekki lengur leyft því fólki að stýra framtíðinni sem gengur á milli fundarherbergja á lakkskóm með möppu fulla af gömlum, dauðum lausnum, á meðan það er á innsoginu. Það hafa verið upphrópanir um að fjölga fólki með háskólapróf – hinum svokölluðu „fagmenntuðu“. Er það krafa okkar? Fólk sem hefur bara lesið kenningar í háskólum en hefur kannski ekki talað við ungling í neyð nema yfir skrifborð í mýflugumynd og aldrei staðið í sömu sporum og þau? Og það sem verra er: Það veit þetta allt eða „heldur það að minnsta kosti“ en ekki leitað til fólks með raunverulega reynslu sem hefur kannski verið báðum megin við borðið og tekist á við þennan veruleika upp á dag í áratugi. Það er mér mjög minnisstætt þegar móðir drengsins var á hvað erfiðasta stað í lífinu og var haldinn fundur með 11 sérfræðingum um hvað ætti að gera næst. Þá sagði einn: „Látum hana bara finna til lífsins og látum hana vera.“ Hún var búin að vera í kerfinu mjög lengi og allir orðnir ráðþrota. Þá náði hún botni sínum og fór sjálfviljug í meðferð. Hún eignaðist tvíbura og var komin á góðan stað í lífinu. En svo féll hún, eins og margir fíklar gera, og tók sama skammt af efnum og þegar hún hætti og dó. Þetta fólk sem situr næst fjárveitingarvaldinu og ákveður hvort eigi að veita meira fé í meðferð eða til lögreglu er augljóslega óhæft til að taka þessar ákvarðanir. Þessir embættismenn og stjórnmálamenn eiga að segja þetta gott og fara. Hver einasta manneskja sem deyr vegna skorts á raunhæfum lausnum eða meðferð er altarisfórn sem sýnir vanmátt málaflokksins. Tveir, þrír kostir í stöðunni eða kannski fjórir: Harkalegt inngrip: Hér þarf að endurskoða allt, skipulagðir glæpahópar gera það líka til að aðlagast aðstæðum og þeir eru fljótir að því en það á ekki að vera svigrúm til þess. Það á að vera hægt að uppræta slíka starfsemi með öllu, við búum nú einu sinni á eyju. Ef það þarf lögum að breyta þá gerum við það, ef það þarf meira fjármagn þá finnum við það. Þetta fjallar um okkar unga fólk, okkar fólk í blóma lífsins, sem á að láta brillera en ekki að leyfa gróðavél glæpavaldanna að malla í skjóli getuleysis stjórnvalda vegna þess að það er ekki til fjármagn og regluverk til að taka á hlutunum. Fangelsi okkar eiga ekki að vera sumarbúðir harðsvíaðra glæpamanna. Ef við þurfum að byggja alvöru fangelsi þá eigum við að gera það þannig að glæpajurtirnar horfi til landsins með ótta og vilji alls ekki sitja hér inni. Ef það þarf að lengja í dómum á að vera heimild til þess – á þann hátt sem við höfum aldrei þekkt áður – það sem krefst víðtækra eftirlitsaðgerða og fórnar á grundvallarréttindum. Erum við tilbúin til þess? Radíköl ný nálgun: Taka viðskiptin úr höndum glæpahópanna og inn í stýrðan ramma ríkisins. Taka hagnaðinn af þeim sem stunda glæpastarfsemi og nota hann í meðferð og forvarnir. Það er hægt að taka það besta úr þessu öllu og við eigum ekki að gefa tommu eftir þegar kemur að glæpum. Bæði eigum við að horfa til þess að koma með nýja nálgun, hvort heldur hjá ungum afbrotamönnum og svo grjótharðan veruleikann sem flokkast sem skiplagðir glæpahópar. Minningargrein: Þorleifur Stefán Með leyfi aðstandanda ætla ég að enda þessa grein svona, þetta er tekið úr minningargrein um drenginn sem var jarðaður í gær. Í dag er ég reiður vegna þess að ég þarf að fylgja til grafar 18 ára bróðursyni mínum honum Þorleifi Stefán sem tapaði lífinu í baráttunni við sjúkdóm sinn. Hans barátta hafði staðið yfir í langan tíma. Hann var barn. Í dag er ég reiður vegna þess að ég þarf að horfa upp á brotna foreldra hans sem hafa staðið í linnulausri baráttu við að fá syni sínum þá hjálp sem hann þurfti, en ekki haft erindi sem erfiði. Í dag er ég reiður vegna þess að ég bý í landi sem hefur lagt til hliðar málaflokk barna með fjölþættan vanda með þeim afleiðingum að líf glatast, taka enda og fjölskyldur sitja eftir í ólýsanlegri sorg og harmi. Í dag er ég reiður vegna þess að stjórnmálamenn stofna bara nefndir og starfshópa sem engu skila en brenna tíma og líf í leiðinni. Í dag er ég reiður því ég hef horft upp á starfsfólk margs kyns úrræða reyna með veikum mætti að aðstoða ungt fólk á heljarþröm í kerfi og regluverki sem gerir þeim ekki kleift að sinna þeirri vinnu með árangursríkum hætti. Úrræði sem stjórnvöld síðastliðinna áratuga hafa hunsað, lokað eða leyft að drabbast niður. Í dag er ég reiður vegna þess að í landinu vaða uppi dópsalar og glæpamenn sem geta stundað sína iðju við að selja börnum eitur. Í dag er ég reiður vegna þess að frænda mínum var neitað um þjónustu á BUGL, en margþættur vandi hans gerði það að verkum að hann lenti milli skips og bryggju í félags- og heilbrigðiskerfinu. Í dag er ég reiður vegna þess að Barna- og fjölskyldustofa brást frænda mínum og fjölda annarra barna með óskiljanlegum ákvörðunum sem gengu gegn hagsmunum þeirra, lagalegum rétti og mannréttindum. Í dag er ég reiður yfir þeim smánarlega fjölda meðferðarúrræða sem eru í boði fyrir börn undir 18 ára aldri. Meðferðarúrræði sem eru oft sundurslitin, einungis í boði til skemmri tíma og virka frekar sem geymsla þar sem öryggi barnanna er ekki tryggt. Þar sem stigmögnun neyslu á sér stað sökum samblands einstaklinga á misjöfnum stað í sínum veikindum. Í dag er ég reiður vegna þess að frændi minn náði ekki að vera fullorðinn nema í átta mánuði. Í dag er ég reiður fyrir hönd sjálfboðaliða, sem gefa vinnu sína til að hjálpa meðbræðrum sínum og fjölskyldum þeirra en fá ekki stuðning né viðurkenningu hins opinbera fyrir fórnir sínar. Í dag er ég reiður velferðarsamfélagi og heilbrigðiskerfi sem hefur brugðist, samfélagi sem hefur safnað að sér innviðaskuld, vöntun á fagfólki, úrræðum, lausnum og fjárfestingu því sú skuld er innheimt í lífum. Í dag er ég reiður því ég þarf að skrifa minningargrein. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Jarðarför sem hefði ekki átt að eiga sér stað: Dauðinn gerir ekki boð á undan sér, eða hvað? Það er ekkert eins ömurlegt þegar maður horfir á eftir ungu fólki í blóma lífsins fara svona, þær eru orðnar alltof margar svona jarðarfarir sem ég hef farið í. Það er auðvelt að týnast í stríðum og hörmungarhyggju utan landsteinanna og velta sér upp úr hamförum annarra þjóða. Á sama tíma er unga fólkinu okkar fórnað á fíkniefnaaltarinu vegna aðgerðarleysis hér heima. Þetta er okkar stríð, stríð sem við erum löngu hætt að fela: Fíkniefnastríðið. „Spurningin er ekki hvort við séum að tapa, heldur hvenær við ætlum að horfast í augu við að við höfum lagt niður vopnin og gefist upp fyrir löngu.“ Dauðinn verður kerfisbundinn fórnarkostnaður. Erum við ekki búin að tapa stríðinu þegar það er hætt að vera frétt þegar ungt fólk í blóma lífsins fórnar lífi sínu á altari vímuefnafíknar vegna þess að úrræði hafa ekki verið til? Þetta er harmleikur í einhverja daga fyrir samfélagið og svo kemur annar mánudagur og fréttin hættir að vera clickbait hjá fjölmiðlum og þetta líf verður að kerfisbundnum fórnarkostnaði inni í Excel-skjali og tölfræði. Þegar dauðinn verður venja, þá er stríðið tapað. Eftir sitja ástvinir harmi þrungnir og spyrja sig spurninganna: „Af hverju fór þetta svona og hver ber ábyrgð?“ Var aftakan uppgjafardagurinn? Hvenær var uppgjafardagurinn? Var það þegar aftakan varð yfirlýsing, þegar skipulögð glæpastarfsemi varð alvöru ógn og sýndi í sér tennurnar? Yfirmaður lögreglunnar, Karl Steinar Valsson, í viðtali ekki fyrir svo löngu síðan þegar hann var spurður út í hörkuna í undirheimunum. Hann sagði eitthvað á þá leið að „þegar maður er tekinn af lífi í excausecer-stíl heima hjá sér breytist eitthvað hér á landi.“ Var það þá sem við vorum hrifsuð inn í raunveruleikann? Hver var dagur uppgjafarinnar? Eða var það þegar vopnuðum útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgaði tólffalt á tíu ára tímabili, úr 461 í 2141? Eða var það þegar við áttuðum okkur á því að fíkniefnamarkaðurinn varð stærri, öflugri og skilvirkari en nokkur stofnun sem við höfum til ráðstöfunar til að vinna gegn þessum vágesti? Var það þegar erlend og innlend skipulögð glæpasamtök urðu að sannkallaðri ofurófreskju sem við getum ekki lengur haldið niðri með úreltum lögum og vegna þess að lögreglan og tollurinn eru ekki fullfjármögnuð og öryggisventill ríkisins – lögreglan og tollgæslan – stóðu ráðþrota frammi fyrir fíkniefnaflóðinu af stórhættulegum efnum miðað við magnið sem kemst inn í landið sem er augljós sönnun þess að við ráðum ekki við verkefnið? Eða gerðist það eins og Karl Steinar sagði þegar það var aftaka fyrir opnum tjöldum á meðal okkar, maður skotinn níu sinnum með aftökustíl fyrir utan eigið heimili, í hverfi venjulegs fólks? Maður hlýtur að spyrja þessara spurninga: ef það verður ekki tekið á þessari ógn af festu og hörku þá bíð ég ekki í framtíðina í þessum málaflokki og fyrst og fremst ungmenna okkar vegna sem eiga við fjölþáttavanda við að stríða, þau munu ekki eiga séns. Þetta var ekki venjulegt morð. Þetta var yfirlýsing og aðgerð framkvæmd af fagfólki, líklega með tengsl við erlenda og innlenda skipulagða glæpastarfsemi sem hefur tekið sér bólfestu hér á landi. Lögreglan og tollayfirvöld tala um að aldrei hafi ástandið verið jafn slæmt af sterkum efnum og hættulegum, er það tilviljun? En vorum við ekki nákvæmlega vöruð við þessu. Ísland er ekki lengur aðeins áfangastaður ferðamanna; það er orðið svæði fyrir glæpahópa og vettvangur fyrir innflutning glæpa, ofbeldis og mansals. Þegar slík grimmd verður normið erum við á verulega vondum stað og hann á ekki eftir að lagast fyrr en tekið verður fast á málum og enginn afsláttur verður veittur. Ríkið hefur brugðist í grundvallarhlutverki sínu, sem er að vernda borgarana og sérstaklega ungmennin okkar, á öllum sviðum í þessum málaflokki. Það er mín skoðun, allt frá varnarmálum,dómsmálum og fangelsismálum til meðferðarsviðsins – ekki bara núna heldur í áratugi og það endurspeglast í úrræðaleysi. Skrítin forgangsröðun stjórnvalda Ráðherrar eru í rifrildum á meðan foreldrar flýja með börnin sín. Við þurfum ekki nema að horfa til þess þegar foreldrar telja það svara kostnaði – og hverju vill maður ekki kosta til þegar líf ungmenna er í húfi – þegar flogið er yfir hálfan hnöttinn til að sækja sér þjónustu því hún er ekki í boði hér. Á sama tíma stendur ráðherra málaflokksins í rifrildum við fjölmiðil um hvort neysla ungmenna sé meiri eða minni samkvæmt einhverri könnun. Þetta er ekki vísbending, þetta er sönnun þess að forgangsröðun stjórnvalda sé á skrítnum stað – eins og segir í bókinni helgu: að benda á flísina í auga einhvers annars en sjá ekki bjálkann í eigin auga. Mér er drull um allt svona pjatt þegar veruleikinn blasir við okkur og þessi heimur dregur alltaf fleiri inn í eymdina sem hefur endað alltof oft með því að unga fólkið kveður mannheima of snemma. Jarðarfarirnar eru orðnar alltof margar sem ég hef þurft að fara í þar sem ég hef horft á eftir skjólstæðingum mínum vegna þess að við getum ekki sinnt þörfum þeirra. Hvert erum við komin sem samfélag þegar við getum ekki varið þessa einstaklinga fyrir þessum miskunnarlausa heimi? hugsaði ég þegar ég hlustaði á minningarræðu prestsins í kirkjunni í gær þegar 18 ára drengur var jarðsettur vegna þess að hann tapaði slagnum við fíkniefnin og árið 2008 var ég viðstaddur jarðarför blóðmóður hans af sömu ástæðu en þá var hún 19 ára. Hún gleymist seint og er ljóslifandi í minningunni eins og þessi drengur. Þó svo að kynnin hafi ekki verið löng eru þau eftirminnanleg og skemmtileg með drengnum. Gróðavélin sigrar lögin VAR VIÐ ÞESSU VARAÐ? Auðvitað. Alltaf. En var hlustað? Nei! Þeir sem skildu mannlegt eðli og græðgi hafa lengi vitað að þetta myndi gerast. Fíkniefnastríðið er í eðli sínu tapað stríð vegna þess að þeir sem reyna að stökkva á móti hafa engin vopn í hendi til að takast á við þessi öfl og við erum farin að veigra okkur við því að segja nokkuð í ótta við að missa starfið eða eitthvað verra eins og eiga það á hættu að vera ofsótt/ur af sömu stórhættulegum glæpjurtum og þar á bæ er enginn afsláttur gefinn til að sjálfvirka gróðavélin haldi áfram að malla. Eftirspurnin skapar blóðuga uppskeru. Við erum eyland! Það ætti að vera auðvelt að stöðva þennan innflutning. Við höfum fárra landamæra að gæta, aðeins hafnir og flugvelli. Þess í stað kemst draslið inn í landið á ógnarhraða. Ríkið er ekki að sýna neina hörku; það er að bjóða fíkniefnaflóðið velkomið. Við erum ekki að verja landamærin; við erum að auka gróðann og rétta glæpaklíkunum lykilinn að peningavélinni vegna þess að við erum ekki að setja nóg í málaflokkinn á öllum sviðum. Við erum ekki að berjast við innfædda smásala. Við erum að glíma við alþjóðlega viðskiptaheild sem hefur aftökur á boðstólum ef samningar bregðast. Þetta er kapítalismi í sinni hræðilegustu mynd, og hann er að sigra. Lakksskórnir verða að fara og fólk í raunveruleikatengslum við þennan heim þarf að komast að. Við erum komin á þann stað að við þurfum að horfast í augu við þann veruleika að núverandi aðferðir eru fullkomlega úreltar. Við þurfum að fá verkfærin aftur: aga og getu til að setja mörk. Við getum ekki lengur leyft því fólki að stýra framtíðinni sem gengur á milli fundarherbergja á lakkskóm með möppu fulla af gömlum, dauðum lausnum, á meðan það er á innsoginu. Það hafa verið upphrópanir um að fjölga fólki með háskólapróf – hinum svokölluðu „fagmenntuðu“. Er það krafa okkar? Fólk sem hefur bara lesið kenningar í háskólum en hefur kannski ekki talað við ungling í neyð nema yfir skrifborð í mýflugumynd og aldrei staðið í sömu sporum og þau? Og það sem verra er: Það veit þetta allt eða „heldur það að minnsta kosti“ en ekki leitað til fólks með raunverulega reynslu sem hefur kannski verið báðum megin við borðið og tekist á við þennan veruleika upp á dag í áratugi. Það er mér mjög minnisstætt þegar móðir drengsins var á hvað erfiðasta stað í lífinu og var haldinn fundur með 11 sérfræðingum um hvað ætti að gera næst. Þá sagði einn: „Látum hana bara finna til lífsins og látum hana vera.“ Hún var búin að vera í kerfinu mjög lengi og allir orðnir ráðþrota. Þá náði hún botni sínum og fór sjálfviljug í meðferð. Hún eignaðist tvíbura og var komin á góðan stað í lífinu. En svo féll hún, eins og margir fíklar gera, og tók sama skammt af efnum og þegar hún hætti og dó. Þetta fólk sem situr næst fjárveitingarvaldinu og ákveður hvort eigi að veita meira fé í meðferð eða til lögreglu er augljóslega óhæft til að taka þessar ákvarðanir. Þessir embættismenn og stjórnmálamenn eiga að segja þetta gott og fara. Hver einasta manneskja sem deyr vegna skorts á raunhæfum lausnum eða meðferð er altarisfórn sem sýnir vanmátt málaflokksins. Tveir, þrír kostir í stöðunni eða kannski fjórir: Harkalegt inngrip: Hér þarf að endurskoða allt, skipulagðir glæpahópar gera það líka til að aðlagast aðstæðum og þeir eru fljótir að því en það á ekki að vera svigrúm til þess. Það á að vera hægt að uppræta slíka starfsemi með öllu, við búum nú einu sinni á eyju. Ef það þarf lögum að breyta þá gerum við það, ef það þarf meira fjármagn þá finnum við það. Þetta fjallar um okkar unga fólk, okkar fólk í blóma lífsins, sem á að láta brillera en ekki að leyfa gróðavél glæpavaldanna að malla í skjóli getuleysis stjórnvalda vegna þess að það er ekki til fjármagn og regluverk til að taka á hlutunum. Fangelsi okkar eiga ekki að vera sumarbúðir harðsvíaðra glæpamanna. Ef við þurfum að byggja alvöru fangelsi þá eigum við að gera það þannig að glæpajurtirnar horfi til landsins með ótta og vilji alls ekki sitja hér inni. Ef það þarf að lengja í dómum á að vera heimild til þess – á þann hátt sem við höfum aldrei þekkt áður – það sem krefst víðtækra eftirlitsaðgerða og fórnar á grundvallarréttindum. Erum við tilbúin til þess? Radíköl ný nálgun: Taka viðskiptin úr höndum glæpahópanna og inn í stýrðan ramma ríkisins. Taka hagnaðinn af þeim sem stunda glæpastarfsemi og nota hann í meðferð og forvarnir. Það er hægt að taka það besta úr þessu öllu og við eigum ekki að gefa tommu eftir þegar kemur að glæpum. Bæði eigum við að horfa til þess að koma með nýja nálgun, hvort heldur hjá ungum afbrotamönnum og svo grjótharðan veruleikann sem flokkast sem skiplagðir glæpahópar. Minningargrein: Þorleifur Stefán Með leyfi aðstandanda ætla ég að enda þessa grein svona, þetta er tekið úr minningargrein um drenginn sem var jarðaður í gær. Í dag er ég reiður vegna þess að ég þarf að fylgja til grafar 18 ára bróðursyni mínum honum Þorleifi Stefán sem tapaði lífinu í baráttunni við sjúkdóm sinn. Hans barátta hafði staðið yfir í langan tíma. Hann var barn. Í dag er ég reiður vegna þess að ég þarf að horfa upp á brotna foreldra hans sem hafa staðið í linnulausri baráttu við að fá syni sínum þá hjálp sem hann þurfti, en ekki haft erindi sem erfiði. Í dag er ég reiður vegna þess að ég bý í landi sem hefur lagt til hliðar málaflokk barna með fjölþættan vanda með þeim afleiðingum að líf glatast, taka enda og fjölskyldur sitja eftir í ólýsanlegri sorg og harmi. Í dag er ég reiður vegna þess að stjórnmálamenn stofna bara nefndir og starfshópa sem engu skila en brenna tíma og líf í leiðinni. Í dag er ég reiður því ég hef horft upp á starfsfólk margs kyns úrræða reyna með veikum mætti að aðstoða ungt fólk á heljarþröm í kerfi og regluverki sem gerir þeim ekki kleift að sinna þeirri vinnu með árangursríkum hætti. Úrræði sem stjórnvöld síðastliðinna áratuga hafa hunsað, lokað eða leyft að drabbast niður. Í dag er ég reiður vegna þess að í landinu vaða uppi dópsalar og glæpamenn sem geta stundað sína iðju við að selja börnum eitur. Í dag er ég reiður vegna þess að frænda mínum var neitað um þjónustu á BUGL, en margþættur vandi hans gerði það að verkum að hann lenti milli skips og bryggju í félags- og heilbrigðiskerfinu. Í dag er ég reiður vegna þess að Barna- og fjölskyldustofa brást frænda mínum og fjölda annarra barna með óskiljanlegum ákvörðunum sem gengu gegn hagsmunum þeirra, lagalegum rétti og mannréttindum. Í dag er ég reiður yfir þeim smánarlega fjölda meðferðarúrræða sem eru í boði fyrir börn undir 18 ára aldri. Meðferðarúrræði sem eru oft sundurslitin, einungis í boði til skemmri tíma og virka frekar sem geymsla þar sem öryggi barnanna er ekki tryggt. Þar sem stigmögnun neyslu á sér stað sökum samblands einstaklinga á misjöfnum stað í sínum veikindum. Í dag er ég reiður vegna þess að frændi minn náði ekki að vera fullorðinn nema í átta mánuði. Í dag er ég reiður fyrir hönd sjálfboðaliða, sem gefa vinnu sína til að hjálpa meðbræðrum sínum og fjölskyldum þeirra en fá ekki stuðning né viðurkenningu hins opinbera fyrir fórnir sínar. Í dag er ég reiður velferðarsamfélagi og heilbrigðiskerfi sem hefur brugðist, samfélagi sem hefur safnað að sér innviðaskuld, vöntun á fagfólki, úrræðum, lausnum og fjárfestingu því sú skuld er innheimt í lífum. Í dag er ég reiður því ég þarf að skrifa minningargrein. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun