Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 11:02 Þegar má sjá ýmis merki þess að jólin séu í vændum og margir fá hnút í magann. Jólin, og undirbúningur þeirra, eru nefnilega allskonar hjá fólki og sjaldnast tóm sæla. Þó væntum við þess að við séum hamingjan uppmáluð á þessum tímabili. Aðrir virðast líka vera það, ef marka má samfélagsmiðla hið minnsta. Við sálfræðingar þekkjum það hins vegar að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Í raun erum við enn viðkvæmari í aðdraganda jóla og engu líkara en að við berum taugakerfið utan á okkur. Allar tilfinningarnar magnast upp, góðar sem slæmar, og á okkur sækja minningar um liðin jól. Væntingar okkar um hvernig hlutir eigiað vera, og hvernig okkur eigi að líða á þessum árstíma gera okkur líka erfitt fyrir. Sálfræðingur nokkur kallaði þessar væntingar „harðstjórn ættanna“. Þar átti hann við þær ósveigjanlegu hugmyndir sem við höfum um hvernig hlutir ættuað vera, og verðum fyrir vonbrigðum þegar raunveruleikinn er annar. Líklega erum við sjaldan íhaldsamari en einmitt um jólin, þegar við viljum hafa allt eins og það á að vera. Við höfum líka þær væntingar til lífsins að okkur haldist á hlutum, til dæmis peningum og sér í lagi fólki, og eigum erfitt með að sættast við gang lífsins að þessu leyti. Ástvinamissir er eitt af því sem vekur upp vanlíðan í aðdraganda jóla, sem og sambandsslit, einangrun og ágreiningur. Margir kvíða fjárútlátunum enda getur verið erfitt verið að standa undir væntingum annarra til veglegra gjafa. Matarverð hefur aldrei verið hærra og það kostar sitt að halda dýrindis veislur, sem og að taka þátt í því félagslífinu sem vænst er. Það er líka sársaukafullt ef engu slíku er til að dreifa. Veikindi hjá okkur sjálfum eða öðrum setja líka strik í reikninginn, enda á stálslegið fólk fullt í fangi með það að komast yfir allt. Eins geta þeir sem búa við vímuefnaneyslu kviðið þess ástands sem skapast getur yfir hátíðarnar. Svo ber að hafa í huga, að atburðir, sem alla jafna teljast jákvæðir eins og það að gifta sig, ferma eða halda jól, eru streituvaldar engu að síður. Það getur nefnilega orðið fullmikið af því góða í aðdraganda jóla. En hvað er til ráða ef manni líður ekki sem best á þessu tímabili? Gott er að minna sig á að maður er ekki einn um það. Mörgum líður illa og hafa fyrir góðar ástæður. Lítið er að marka færslur á samfélagsmiðlum. Sjaldnast birtir fólk raunsanna mynd af því sem er í gangi, eins og að allt sé í drasli heima hjá því, undirmannað í vinnunni, húslyklarnir týndir og kortér í mætingu á tónleika. Líklega mættu færslurnar á samfélagsmiðlum vera einlægari en raun ber vitni. Svo má minna sig á það að jólin þurfa ekkert að vera æðisleg og það er eðlilegt að líða stundum illa. Þetta eru örfáir dagar sem taka fljótt af og hjá flestum koma jól eftir þessi jól. Má ekki bara leggja minna upp úr jólaundirbúningi? Koma verkefnum yfir á aðra og leyfa sér að gera hlutina til hálfs? Leyfa sér að gleyma eða klúðra einhverju og sjá hvað gerist? Það þarf meiri kjark í slíkt, en að reyna í sífellu að standast væntingar sjálfs og annarra. Það þarf ekki svo mikið til að eiga góðar stundir. Fátt er hátíðlegra en að eiga andrými í skammdeginu við kertaljós, lestur eða rólega tónlist. Þegar upp er staðið eru það notalegar samverustundir, sem maður á með sjálfum sér eða öðrum, sem eru eftirminnilegar, en ekki dýrindis gjafir. Þótt ekki megi gera lítið úr því álagi sem peningaleysi skapar. Slökum aðeins á og minnum okkur á það sem máli skiptir. Hugum að þeim sem eru svipað, eða verr, settir en við, hérlendis sem erlendis, og gerum eitthvað fyrir þá, ef við erum aflögufær. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Jól Geðheilbrigði Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Þegar má sjá ýmis merki þess að jólin séu í vændum og margir fá hnút í magann. Jólin, og undirbúningur þeirra, eru nefnilega allskonar hjá fólki og sjaldnast tóm sæla. Þó væntum við þess að við séum hamingjan uppmáluð á þessum tímabili. Aðrir virðast líka vera það, ef marka má samfélagsmiðla hið minnsta. Við sálfræðingar þekkjum það hins vegar að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Í raun erum við enn viðkvæmari í aðdraganda jóla og engu líkara en að við berum taugakerfið utan á okkur. Allar tilfinningarnar magnast upp, góðar sem slæmar, og á okkur sækja minningar um liðin jól. Væntingar okkar um hvernig hlutir eigiað vera, og hvernig okkur eigi að líða á þessum árstíma gera okkur líka erfitt fyrir. Sálfræðingur nokkur kallaði þessar væntingar „harðstjórn ættanna“. Þar átti hann við þær ósveigjanlegu hugmyndir sem við höfum um hvernig hlutir ættuað vera, og verðum fyrir vonbrigðum þegar raunveruleikinn er annar. Líklega erum við sjaldan íhaldsamari en einmitt um jólin, þegar við viljum hafa allt eins og það á að vera. Við höfum líka þær væntingar til lífsins að okkur haldist á hlutum, til dæmis peningum og sér í lagi fólki, og eigum erfitt með að sættast við gang lífsins að þessu leyti. Ástvinamissir er eitt af því sem vekur upp vanlíðan í aðdraganda jóla, sem og sambandsslit, einangrun og ágreiningur. Margir kvíða fjárútlátunum enda getur verið erfitt verið að standa undir væntingum annarra til veglegra gjafa. Matarverð hefur aldrei verið hærra og það kostar sitt að halda dýrindis veislur, sem og að taka þátt í því félagslífinu sem vænst er. Það er líka sársaukafullt ef engu slíku er til að dreifa. Veikindi hjá okkur sjálfum eða öðrum setja líka strik í reikninginn, enda á stálslegið fólk fullt í fangi með það að komast yfir allt. Eins geta þeir sem búa við vímuefnaneyslu kviðið þess ástands sem skapast getur yfir hátíðarnar. Svo ber að hafa í huga, að atburðir, sem alla jafna teljast jákvæðir eins og það að gifta sig, ferma eða halda jól, eru streituvaldar engu að síður. Það getur nefnilega orðið fullmikið af því góða í aðdraganda jóla. En hvað er til ráða ef manni líður ekki sem best á þessu tímabili? Gott er að minna sig á að maður er ekki einn um það. Mörgum líður illa og hafa fyrir góðar ástæður. Lítið er að marka færslur á samfélagsmiðlum. Sjaldnast birtir fólk raunsanna mynd af því sem er í gangi, eins og að allt sé í drasli heima hjá því, undirmannað í vinnunni, húslyklarnir týndir og kortér í mætingu á tónleika. Líklega mættu færslurnar á samfélagsmiðlum vera einlægari en raun ber vitni. Svo má minna sig á það að jólin þurfa ekkert að vera æðisleg og það er eðlilegt að líða stundum illa. Þetta eru örfáir dagar sem taka fljótt af og hjá flestum koma jól eftir þessi jól. Má ekki bara leggja minna upp úr jólaundirbúningi? Koma verkefnum yfir á aðra og leyfa sér að gera hlutina til hálfs? Leyfa sér að gleyma eða klúðra einhverju og sjá hvað gerist? Það þarf meiri kjark í slíkt, en að reyna í sífellu að standast væntingar sjálfs og annarra. Það þarf ekki svo mikið til að eiga góðar stundir. Fátt er hátíðlegra en að eiga andrými í skammdeginu við kertaljós, lestur eða rólega tónlist. Þegar upp er staðið eru það notalegar samverustundir, sem maður á með sjálfum sér eða öðrum, sem eru eftirminnilegar, en ekki dýrindis gjafir. Þótt ekki megi gera lítið úr því álagi sem peningaleysi skapar. Slökum aðeins á og minnum okkur á það sem máli skiptir. Hugum að þeim sem eru svipað, eða verr, settir en við, hérlendis sem erlendis, og gerum eitthvað fyrir þá, ef við erum aflögufær. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun