Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar 30. nóvember 2025 10:30 Í febrúar síðastliðnum gáfu Samtök iðnaðarins og félag ráðgjafaverktaka út skýrsluna „Innviðir á Íslandi 2025 – Ástand og framtíðarhorfur“. Óhætt er að segja að þær áskoranir sem þar blasa við séu umfangsmiklar. Ef bara er litið til vegakerfisins er uppsöfnuð innviðaskuld þess 265–290 milljarðar króna. Hér ber að athuga að eingöngu er horft til þess að koma núverandi innviðum í samt horf, ekki er gert ráð fyrir nýjum framkvæmdum í þessum útreikningum. Í sömu skýrslu kemur einnig skýrt fram að staða mála sé í raun óbreytt frá árinu 2017. Ástæður þessarar stöðu eru nokkrar. Fyrst ber sennilega að nefna að okkur hefur fjölgað umtalsvert, eða um 90 þúsund manns frá árinu 2010. Á sama tímabili hefur ferðamönnum sem sækja okkur heim fjölgað úr um 500 þúsund í meira en tvær milljónir. Þessir tveir þættir sérstaklega hafa valdið verulega auknu álagi á flesta innviði, þá ekki síst vegakerfið. Ekki síst hefur fjármögnun viðhalds og framkvæmda í vegakerfinu verið áskorun sem setið hefur á hakanum. Um aldamótin síðustu stóðu gjöld af eldsneyti og innflutningi farartækja til sem svaraði 3% af vergri landsframleiðslu. Síðan þá hefur hvoru tveggja gerst, bílar hafa orðið sí sparneytnari og þar afleiðandi greitt lægri eldsneytisgjöld og til hafa komið til sögunnar rafmagnsbílar, sem bæði greiða engin eldsneytisgjöld og lægri innflutningsgjöld. Þetta hlutfall var orðið um það bil 1,7% árið 2010 og hélst við það til ársins 2017. Lægst hefur hlutfall slíkra gjalda farið í 1% af landsframleiðslu og er það staðan nú að óbreyttu. Að gera, nú eða ekki gera Allir flokkar sem á þingi sitja eru með það á stefnuskrám sínum að efla vegakerfið um allt land. En það er eitt að segja og svo er það allt annað að gera. Til þess að hefja slíka sókn þarf að forgangsraða og fjármagna. Það þarf með öðrum orðum að taka pólitískar ákvarðanir. Það er nefnilega ekki hægt að búa til eitthvað úr engu. Á þingi sitja flokkar sem höfðu öll tækifæri til að hefja sókn í viðhaldi innviða og uppbyggingu þeirra. Afraksturinn er takmarkaður svo kurteist sé orðað. En þá líkt og nú voru vissulega fyrirheit. Í fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, lagði fram þingveturinn 2021-22, kemur sú ætlun þáverandi stjórnvalda skýrt fram að stefnt skuli að því að notkunargjöld kæmu í stað eldri eldsneytisgjalda og þeim yrði ætlað ná sama hlutfalli af vergri landsframleiðslu og var árin 2010-2017, 1.7%. Voru þessar fyrirætlanir samþykktar, raunar fékk þessi liður engar umræðu í ræðustól Alþingis í það sinnið. Þrátt fyrir þessi fyrirheit varð þáverandi ríkisstjórn lítið áleiðis að ná þessu markmiði sínu. 1,7% af vergri landsframleiðslu Í fjármálaáætlun sem núverandi fjármálaráðherra, Daði Már Kristófersson, lagði fram vorið 2025 var einnig gert ráð fyrir að gjöld af notkun farartækja stæðu undir sem svaraði 1,7% af vergri landsframleiðslu. Þessi fyrirætlan fékk ekki mikla umræðu við það tilefni. Enda hefði það verið skrítið þar sem tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum, stóðu að samskonar markmiði og höfðu ekki kynnt neinar fyrirætlanir um að þau hefðu breytt um stefnu eða sýn í málaflokknum. Þá kemur að því erfiða, að ná þessu markmiði. Þegar hlutfall gjalda af notkun og innflutningi er eingöngu 1% af landsframleiðslu og allir eru sammála um að það skuli vera 0,7 prósentustigum hærra. Eru tveir möguleikar í boði. Að minnka landsframleiðsluna eða hækka gjöldin. Bæði ritari og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og fundið boðaðri hækkun vörugjalda á bifreiðar flest til foráttu. Annar talar um „barnaskatt“ og hinn um „delluvegferð“. Gott og vel, það er ekkert við það að athuga að fólk greini á um hluti. En þá hlýtur sú spurning að sitja eftir, hvernig hyggst Sjálfstæðisflokkurinn ná fram þeim markmiðum sem hann sjálfur setti sér? Allt að einu, verður að gera þá kröfu til forystu Sjálfstæðisflokksins að þar sé sýnd lágmarksábyrgð þegar kemur að umræðu um samgöngumál og fjármögnun þess. Hið minnsta verður flokkurinn að gangast við ábyrgð á sínum fyrri verkum og útskýra hvort hann standi við eigin orð og litlar efndir. Frá stöðnun til framkvæmda Það kemur skýrt fram yfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar að hún stefni á að hefjast handa við að vinna á þeirri innviðaskuld sem safnast hefur, jafnframt að halda áfram að byggja upp þjóðvegi landsins og hefja að nýju borun jarðganga. Við það skal staðið, jafnvel þótt að í því felist miklar áskoranir, sem eru samhliða öðrum verkefnum, svo sem að ná stöðugleika í ríkisfjármálum og efla grunnþjónustu á öllum sviðum samfélagsins. Þá hefur ríkisstjórnin einsett sér að ná fram hagræðingu í ríkisrekstri upp á 110 milljarða á kjörtímabilinu. Þá skal þetta allt gert án þess að hækka almenna skatta og án þess að skuldsetja ríkissjóð enn meir en nú er. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur verið treyst til erfiðra verka. Að hækka gjöld vegna notkunar á innviðum sem renna til uppbyggingar þessara sömu innviða er ekki neitt sem gert er í léttu tómi. Það er þó mun sanngjarnari leið en að skera niður í annarri grunnþjónustu eða jafna út þær byrðar með almennum skattahækkunum. Það er sömuleiðis í samræmi við stefnu stjórnvalda síðustu þrjú kjörtímabil að það sé leitast við að þeir borgi sem nýti. Af þeim fjármögnunarleiðum sem í boði eru til sóknar í innviðauppbyggingu er þessi sanngjörnust. Fólki getur svo greint á um leiðir, en það verður þá að gera þá kröfu að hluti þess samtals séu aðrar lausnir sem viðkomandi telur fýsilegri. Höfundur er starfsmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Njarðarson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í febrúar síðastliðnum gáfu Samtök iðnaðarins og félag ráðgjafaverktaka út skýrsluna „Innviðir á Íslandi 2025 – Ástand og framtíðarhorfur“. Óhætt er að segja að þær áskoranir sem þar blasa við séu umfangsmiklar. Ef bara er litið til vegakerfisins er uppsöfnuð innviðaskuld þess 265–290 milljarðar króna. Hér ber að athuga að eingöngu er horft til þess að koma núverandi innviðum í samt horf, ekki er gert ráð fyrir nýjum framkvæmdum í þessum útreikningum. Í sömu skýrslu kemur einnig skýrt fram að staða mála sé í raun óbreytt frá árinu 2017. Ástæður þessarar stöðu eru nokkrar. Fyrst ber sennilega að nefna að okkur hefur fjölgað umtalsvert, eða um 90 þúsund manns frá árinu 2010. Á sama tímabili hefur ferðamönnum sem sækja okkur heim fjölgað úr um 500 þúsund í meira en tvær milljónir. Þessir tveir þættir sérstaklega hafa valdið verulega auknu álagi á flesta innviði, þá ekki síst vegakerfið. Ekki síst hefur fjármögnun viðhalds og framkvæmda í vegakerfinu verið áskorun sem setið hefur á hakanum. Um aldamótin síðustu stóðu gjöld af eldsneyti og innflutningi farartækja til sem svaraði 3% af vergri landsframleiðslu. Síðan þá hefur hvoru tveggja gerst, bílar hafa orðið sí sparneytnari og þar afleiðandi greitt lægri eldsneytisgjöld og til hafa komið til sögunnar rafmagnsbílar, sem bæði greiða engin eldsneytisgjöld og lægri innflutningsgjöld. Þetta hlutfall var orðið um það bil 1,7% árið 2010 og hélst við það til ársins 2017. Lægst hefur hlutfall slíkra gjalda farið í 1% af landsframleiðslu og er það staðan nú að óbreyttu. Að gera, nú eða ekki gera Allir flokkar sem á þingi sitja eru með það á stefnuskrám sínum að efla vegakerfið um allt land. En það er eitt að segja og svo er það allt annað að gera. Til þess að hefja slíka sókn þarf að forgangsraða og fjármagna. Það þarf með öðrum orðum að taka pólitískar ákvarðanir. Það er nefnilega ekki hægt að búa til eitthvað úr engu. Á þingi sitja flokkar sem höfðu öll tækifæri til að hefja sókn í viðhaldi innviða og uppbyggingu þeirra. Afraksturinn er takmarkaður svo kurteist sé orðað. En þá líkt og nú voru vissulega fyrirheit. Í fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, lagði fram þingveturinn 2021-22, kemur sú ætlun þáverandi stjórnvalda skýrt fram að stefnt skuli að því að notkunargjöld kæmu í stað eldri eldsneytisgjalda og þeim yrði ætlað ná sama hlutfalli af vergri landsframleiðslu og var árin 2010-2017, 1.7%. Voru þessar fyrirætlanir samþykktar, raunar fékk þessi liður engar umræðu í ræðustól Alþingis í það sinnið. Þrátt fyrir þessi fyrirheit varð þáverandi ríkisstjórn lítið áleiðis að ná þessu markmiði sínu. 1,7% af vergri landsframleiðslu Í fjármálaáætlun sem núverandi fjármálaráðherra, Daði Már Kristófersson, lagði fram vorið 2025 var einnig gert ráð fyrir að gjöld af notkun farartækja stæðu undir sem svaraði 1,7% af vergri landsframleiðslu. Þessi fyrirætlan fékk ekki mikla umræðu við það tilefni. Enda hefði það verið skrítið þar sem tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum, stóðu að samskonar markmiði og höfðu ekki kynnt neinar fyrirætlanir um að þau hefðu breytt um stefnu eða sýn í málaflokknum. Þá kemur að því erfiða, að ná þessu markmiði. Þegar hlutfall gjalda af notkun og innflutningi er eingöngu 1% af landsframleiðslu og allir eru sammála um að það skuli vera 0,7 prósentustigum hærra. Eru tveir möguleikar í boði. Að minnka landsframleiðsluna eða hækka gjöldin. Bæði ritari og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og fundið boðaðri hækkun vörugjalda á bifreiðar flest til foráttu. Annar talar um „barnaskatt“ og hinn um „delluvegferð“. Gott og vel, það er ekkert við það að athuga að fólk greini á um hluti. En þá hlýtur sú spurning að sitja eftir, hvernig hyggst Sjálfstæðisflokkurinn ná fram þeim markmiðum sem hann sjálfur setti sér? Allt að einu, verður að gera þá kröfu til forystu Sjálfstæðisflokksins að þar sé sýnd lágmarksábyrgð þegar kemur að umræðu um samgöngumál og fjármögnun þess. Hið minnsta verður flokkurinn að gangast við ábyrgð á sínum fyrri verkum og útskýra hvort hann standi við eigin orð og litlar efndir. Frá stöðnun til framkvæmda Það kemur skýrt fram yfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar að hún stefni á að hefjast handa við að vinna á þeirri innviðaskuld sem safnast hefur, jafnframt að halda áfram að byggja upp þjóðvegi landsins og hefja að nýju borun jarðganga. Við það skal staðið, jafnvel þótt að í því felist miklar áskoranir, sem eru samhliða öðrum verkefnum, svo sem að ná stöðugleika í ríkisfjármálum og efla grunnþjónustu á öllum sviðum samfélagsins. Þá hefur ríkisstjórnin einsett sér að ná fram hagræðingu í ríkisrekstri upp á 110 milljarða á kjörtímabilinu. Þá skal þetta allt gert án þess að hækka almenna skatta og án þess að skuldsetja ríkissjóð enn meir en nú er. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur verið treyst til erfiðra verka. Að hækka gjöld vegna notkunar á innviðum sem renna til uppbyggingar þessara sömu innviða er ekki neitt sem gert er í léttu tómi. Það er þó mun sanngjarnari leið en að skera niður í annarri grunnþjónustu eða jafna út þær byrðar með almennum skattahækkunum. Það er sömuleiðis í samræmi við stefnu stjórnvalda síðustu þrjú kjörtímabil að það sé leitast við að þeir borgi sem nýti. Af þeim fjármögnunarleiðum sem í boði eru til sóknar í innviðauppbyggingu er þessi sanngjörnust. Fólki getur svo greint á um leiðir, en það verður þá að gera þá kröfu að hluti þess samtals séu aðrar lausnir sem viðkomandi telur fýsilegri. Höfundur er starfsmaður þingflokks Viðreisnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar