Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. desember 2021 14:30 Rósaafhending raunveruleikaþáttarins The Bachelor fór fram í Hörpu. Þar veitti Clayton Echard þeim tveimur stúlkum sem komast í lokaþáttinn rósir - Eða hvað? ABC Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon. Taka skal fram að í þessari frétt kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að piparsveinninn, hinn 28 ára gamli Clayton Echard, væri staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótaþætti (e. overnight dates). Í þeim þætti hefur piparsveinninn val um að bjóða konunum að eyða nóttinni með sér eftir stefnumótið. Eftir gistinæturnar velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Sjá einnig: Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín ABC birti í dag stiklu úr væntanlegri þáttaröð, þar sem sjá má að afhending rósanna tveggja eftir gistinæturnar, fer fram í Hörpu. Rósaafhendingin er að sjálfsögðu hádramatísk eins og við var að búast, enda sjálfur lokaþátturinn í húfi fyrir dömurnar. Í rósaafhendingunni í Hörpu má sjá Echard tjá tveimur stúlkum að hann hafi verið „náinn“ þeim báðum. Mikið uppnám verður á meðal þeirra beggja og er mikið grátið. „Er hann ástfanginn af okkur öllum þremur?,“ spyr ein stúlkan með grátstafinn í kverkunum, á meðan önnur liggur grátandi í tröppunum í bláupplýstri Hörpu. Í stiklunni má einnig sjá Echard á stefnumóti með keppanda í Perlunni þar sem hann segist vera orðinn ástfanginn. Þá má sjá hann á stefnumóti með keppandi undir fossi sem lítur út fyrir að vera í Sky Lagoon. Íslenskir Bachelor-aðdáendur náðu myndum af Echard og keppendum víðs vegar um Reykjavík á meðan á dvölinni stóð. Áætlað er að þáttaröðin verði frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun janúar. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Íslandsvinir Harpa Reykjavík Sky Lagoon Tengdar fréttir Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Taka skal fram að í þessari frétt kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að piparsveinninn, hinn 28 ára gamli Clayton Echard, væri staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótaþætti (e. overnight dates). Í þeim þætti hefur piparsveinninn val um að bjóða konunum að eyða nóttinni með sér eftir stefnumótið. Eftir gistinæturnar velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Sjá einnig: Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín ABC birti í dag stiklu úr væntanlegri þáttaröð, þar sem sjá má að afhending rósanna tveggja eftir gistinæturnar, fer fram í Hörpu. Rósaafhendingin er að sjálfsögðu hádramatísk eins og við var að búast, enda sjálfur lokaþátturinn í húfi fyrir dömurnar. Í rósaafhendingunni í Hörpu má sjá Echard tjá tveimur stúlkum að hann hafi verið „náinn“ þeim báðum. Mikið uppnám verður á meðal þeirra beggja og er mikið grátið. „Er hann ástfanginn af okkur öllum þremur?,“ spyr ein stúlkan með grátstafinn í kverkunum, á meðan önnur liggur grátandi í tröppunum í bláupplýstri Hörpu. Í stiklunni má einnig sjá Echard á stefnumóti með keppanda í Perlunni þar sem hann segist vera orðinn ástfanginn. Þá má sjá hann á stefnumóti með keppandi undir fossi sem lítur út fyrir að vera í Sky Lagoon. Íslenskir Bachelor-aðdáendur náðu myndum af Echard og keppendum víðs vegar um Reykjavík á meðan á dvölinni stóð. Áætlað er að þáttaröðin verði frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun janúar.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Íslandsvinir Harpa Reykjavík Sky Lagoon Tengdar fréttir Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31