Fílabeinsturninn og Landspítali Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 25. nóvember 2021 21:30 Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun