Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 11:50 Læknirinn starfaði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. Læknirinn fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi og starfar á Landspítala. Grunur leikur á að andlát sex sjúklinga mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra eru einnig í skoðun. Læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en Skúli Tómas er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólk lífslokameðferð að tilefnislausu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur alfarið neitað að tjá sig um málið en greint var frá því í ágúst að þrír starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið kærðir vegna meintrar vanrækslu, Skúli Tómas og tveir aðrir. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru starfsmennirnir meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu - með alvarlegum og endurteknum hætti. Í úrskurði sem féll í Landsrétti í vikunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi andlát sex sjúklinga Skúla Tómasar til rannsóknar, sem hún telur að borið hafi að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga séu til meðferðar. Sjúklingarnir eru því ellefu talsins. Þá hafi fyrrnefndir þrír starfsmenn réttarstöðu sakbornings í málunum. Landsréttur féllst á kröfu lögreglunnar um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát einssjúklings, sem er samkvæmt heimildum Dana Kristín Jóhannsdóttir, en hún var 73 ára þegar hún lést. Hún átti að fá hvíldarinnlögn á HSS - en var þess í stað sett á lífslokameðferð og lést nokkrum vikum síðar. Skúli Tómas hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala en fékk nýverið, samkvæmt heimildum fréttastofu, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi farið fram á farbann yfir Skúla Tómasi. Héraðsdómur Reykjaness hafi fallist á farbannið, en að Landsréttur hafi snúið því við og hafnað því. Spurningarnar sem dómkvöddum matsmönnum er gert að svara eru eftirfarandi: Hver var dánarorsök A? Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á Aþann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd líknandi/lífslokameðferðar fylgt? Var lyfjagjöf til handa Aeðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019? Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum Aog þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019? Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Læknirinn fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi og starfar á Landspítala. Grunur leikur á að andlát sex sjúklinga mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra eru einnig í skoðun. Læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en Skúli Tómas er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólk lífslokameðferð að tilefnislausu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur alfarið neitað að tjá sig um málið en greint var frá því í ágúst að þrír starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið kærðir vegna meintrar vanrækslu, Skúli Tómas og tveir aðrir. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru starfsmennirnir meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu - með alvarlegum og endurteknum hætti. Í úrskurði sem féll í Landsrétti í vikunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi andlát sex sjúklinga Skúla Tómasar til rannsóknar, sem hún telur að borið hafi að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga séu til meðferðar. Sjúklingarnir eru því ellefu talsins. Þá hafi fyrrnefndir þrír starfsmenn réttarstöðu sakbornings í málunum. Landsréttur féllst á kröfu lögreglunnar um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát einssjúklings, sem er samkvæmt heimildum Dana Kristín Jóhannsdóttir, en hún var 73 ára þegar hún lést. Hún átti að fá hvíldarinnlögn á HSS - en var þess í stað sett á lífslokameðferð og lést nokkrum vikum síðar. Skúli Tómas hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala en fékk nýverið, samkvæmt heimildum fréttastofu, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi farið fram á farbann yfir Skúla Tómasi. Héraðsdómur Reykjaness hafi fallist á farbannið, en að Landsréttur hafi snúið því við og hafnað því. Spurningarnar sem dómkvöddum matsmönnum er gert að svara eru eftirfarandi: Hver var dánarorsök A? Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á Aþann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd líknandi/lífslokameðferðar fylgt? Var lyfjagjöf til handa Aeðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019? Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum Aog þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019?
Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30