Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 11:50 Læknirinn starfaði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. Læknirinn fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi og starfar á Landspítala. Grunur leikur á að andlát sex sjúklinga mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra eru einnig í skoðun. Læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en Skúli Tómas er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólk lífslokameðferð að tilefnislausu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur alfarið neitað að tjá sig um málið en greint var frá því í ágúst að þrír starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið kærðir vegna meintrar vanrækslu, Skúli Tómas og tveir aðrir. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru starfsmennirnir meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu - með alvarlegum og endurteknum hætti. Í úrskurði sem féll í Landsrétti í vikunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi andlát sex sjúklinga Skúla Tómasar til rannsóknar, sem hún telur að borið hafi að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga séu til meðferðar. Sjúklingarnir eru því ellefu talsins. Þá hafi fyrrnefndir þrír starfsmenn réttarstöðu sakbornings í málunum. Landsréttur féllst á kröfu lögreglunnar um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát einssjúklings, sem er samkvæmt heimildum Dana Kristín Jóhannsdóttir, en hún var 73 ára þegar hún lést. Hún átti að fá hvíldarinnlögn á HSS - en var þess í stað sett á lífslokameðferð og lést nokkrum vikum síðar. Skúli Tómas hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala en fékk nýverið, samkvæmt heimildum fréttastofu, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi farið fram á farbann yfir Skúla Tómasi. Héraðsdómur Reykjaness hafi fallist á farbannið, en að Landsréttur hafi snúið því við og hafnað því. Spurningarnar sem dómkvöddum matsmönnum er gert að svara eru eftirfarandi: Hver var dánarorsök A? Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á Aþann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd líknandi/lífslokameðferðar fylgt? Var lyfjagjöf til handa Aeðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019? Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum Aog þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019? Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Læknirinn fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi og starfar á Landspítala. Grunur leikur á að andlát sex sjúklinga mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra eru einnig í skoðun. Læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en Skúli Tómas er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólk lífslokameðferð að tilefnislausu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur alfarið neitað að tjá sig um málið en greint var frá því í ágúst að þrír starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið kærðir vegna meintrar vanrækslu, Skúli Tómas og tveir aðrir. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru starfsmennirnir meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu - með alvarlegum og endurteknum hætti. Í úrskurði sem féll í Landsrétti í vikunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi andlát sex sjúklinga Skúla Tómasar til rannsóknar, sem hún telur að borið hafi að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga séu til meðferðar. Sjúklingarnir eru því ellefu talsins. Þá hafi fyrrnefndir þrír starfsmenn réttarstöðu sakbornings í málunum. Landsréttur féllst á kröfu lögreglunnar um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát einssjúklings, sem er samkvæmt heimildum Dana Kristín Jóhannsdóttir, en hún var 73 ára þegar hún lést. Hún átti að fá hvíldarinnlögn á HSS - en var þess í stað sett á lífslokameðferð og lést nokkrum vikum síðar. Skúli Tómas hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala en fékk nýverið, samkvæmt heimildum fréttastofu, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi farið fram á farbann yfir Skúla Tómasi. Héraðsdómur Reykjaness hafi fallist á farbannið, en að Landsréttur hafi snúið því við og hafnað því. Spurningarnar sem dómkvöddum matsmönnum er gert að svara eru eftirfarandi: Hver var dánarorsök A? Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á Aþann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd líknandi/lífslokameðferðar fylgt? Var lyfjagjöf til handa Aeðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019? Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum Aog þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019?
Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30