Lífið - eins og það átti að vera Arna Pálsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun