Lífið - eins og það átti að vera Arna Pálsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun