Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2021 22:21 Frá hægri: Anna María Gunnarsdóttir, Magnús Þór Jónsson, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Heimir Eyvindarson og Hólmfríður Gísladóttir, stjórnandi Pallborðs dagsins. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. Frambjóðendur segja skólamál of oft vera sýnd í neikvæðu ljósi í samfélagsumræðunni. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla nefnir til dæmis að niðurstöður PISA-kannanna og læsiskannanna rati oft í fyrirsagnir fjölmiðla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla segir að kennarar eigi að „rífa í hljóðnemann“ í því skyni að bæta umfjöllun um menntamál á Íslandi. „Langstærstur hluti foreldra er ótrúlega ánægður með þá þjónustu kennara og skóla sem fólk er að fá. Fólk er almennt ánægt,“ segir Magnús Þór við góðar undirtektir hinna frambjóðendanna. Erfitt umhverfi fyrir kennara Umhverfi kennarans sé þó oft erfitt með tilliti til námsskrár sem kennarar eiga að fara eftir að sögn Heimis Eyvindarsonar dönskukennara og deildarstjóra í Grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrulega þannig að stjórnvöld hafa, alveg óslitið frá 1974, á tíu til fimmtán ára fresti snúið öllu á hvolf. Pólitíkin snýr öllu á hvolf og skiptir um starfsumhverfi fyrir okkur,“ segir Heimir. Þá ræddu frambjóðendur samfélagið í skólunum og hvernig dagarnir eigi að vera hjá ungum börnum. „Hvernig viljum við búa að okkar yngstu börnum, hvað viljum við að þau séu lengi í skólanum, eiga þau ekki rétt á neinni styttingu vinnuvikunnar?“ veltir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, fyrir sér. Gengið að rafrænum kjörborðum á morgun Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á morgun og stendur yfir til 8. nóvember. Frambjóðendur hvetja kennara til að taka þátt. „Í síðustu kosningum var kjörsókn 53 prósent og það er ekki nóg,“ segir Hanna Björg. Umræður frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands á Pallborðinu á Vísi má sjá í spilaranum hér að neðan: Skóla - og menntamál Pallborðið Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Frambjóðendur segja skólamál of oft vera sýnd í neikvæðu ljósi í samfélagsumræðunni. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla nefnir til dæmis að niðurstöður PISA-kannanna og læsiskannanna rati oft í fyrirsagnir fjölmiðla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla segir að kennarar eigi að „rífa í hljóðnemann“ í því skyni að bæta umfjöllun um menntamál á Íslandi. „Langstærstur hluti foreldra er ótrúlega ánægður með þá þjónustu kennara og skóla sem fólk er að fá. Fólk er almennt ánægt,“ segir Magnús Þór við góðar undirtektir hinna frambjóðendanna. Erfitt umhverfi fyrir kennara Umhverfi kennarans sé þó oft erfitt með tilliti til námsskrár sem kennarar eiga að fara eftir að sögn Heimis Eyvindarsonar dönskukennara og deildarstjóra í Grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrulega þannig að stjórnvöld hafa, alveg óslitið frá 1974, á tíu til fimmtán ára fresti snúið öllu á hvolf. Pólitíkin snýr öllu á hvolf og skiptir um starfsumhverfi fyrir okkur,“ segir Heimir. Þá ræddu frambjóðendur samfélagið í skólunum og hvernig dagarnir eigi að vera hjá ungum börnum. „Hvernig viljum við búa að okkar yngstu börnum, hvað viljum við að þau séu lengi í skólanum, eiga þau ekki rétt á neinni styttingu vinnuvikunnar?“ veltir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, fyrir sér. Gengið að rafrænum kjörborðum á morgun Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á morgun og stendur yfir til 8. nóvember. Frambjóðendur hvetja kennara til að taka þátt. „Í síðustu kosningum var kjörsókn 53 prósent og það er ekki nóg,“ segir Hanna Björg. Umræður frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands á Pallborðinu á Vísi má sjá í spilaranum hér að neðan:
Skóla - og menntamál Pallborðið Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira