Engin ástæða til að breyta neinu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. nóvember 2025 23:12 Guðrún Hafsteinsdóttir fornaður Sjálfstæðisflokksins horfir til fortíðar. Vísir/Lýður Valberg Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salarins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salarins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49
Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13