Engin ástæða til að breyta neinu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. nóvember 2025 23:12 Guðrún Hafsteinsdóttir fornaður Sjálfstæðisflokksins horfir til fortíðar. Vísir/Lýður Valberg Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salarins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salarins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49
Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13