Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 13:15 Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi mál ríkislögreglustjóra á Sprengisandi. Vísir Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira