Innlent

Eldur bak við inn­stungu reyndist minni háttar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Útkallið barst á sjöunda tímanum.
Útkallið barst á sjöunda tímanum. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum eftir að eldur kviknaði bak við innstungu í Bergstaðastræti.

Þetta staðfestir Steinþór Darri Þorsteinsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Þegar blaðamaður náði af honum tali var þegar búið að slökkva eldinn og slökkviliðsmenn að reykræsta. 

Tveir slökkviliðsbílar voru kallaðir út en einum snúið við þegar umfang eldsins lá fyrir. Engan sakaði, að sögn Steinþórs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×