„Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Agnar Már Másson skrifar 8. nóvember 2025 15:12 Guðrún Hafsteinsdóttir hélt peppfund á Grand Hótel á laugardag. Vísir/Lýður Valberg Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina og hjólaði í vinstri meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur á peppfundi flokksins á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Sérstaklega gerði hún húsnæðismál, útlendingamál og menntamál að umfjöllunarefni sínu. „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu í vor,“ sagði formaðurinn í ræðu sinni á fundinum og ýjar þar væntanlega til komandi sveitarstjórnarkosninga. Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara og undir þeim formerkjum að Guðrún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að sterkara Íslandi.“ Flokkurinn hefur siglt ólgusjó í stjórnarandstöðu, að minnsta kosti hvað fylgi flokksins varðar að landsvísu en boðað var til fundarins á mánudag eftir að greint var frá könnun þar sem Miðflokkurinn virtist narta í hælana á Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þó mests fylgis á sveitarstjórnarstiginu í Reykjavíkurborg samkvæmt flestum könnunum þar og hefur gert það í nokkur ár. Aftur á móti hefur flokkurinn sjaldan á síðustu árum gengið að því vísu að komast í meirihluta þar sem aðrir flokkar hafa margir sniðgengið sjálfstæðismenn í meirihlutaviðræðum í borginni. Fulltrúaráð flokksins mun á mánudag, 10. nóvember, ákveða aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2026. Segir erfitt að klúðra málunum meira en borgarstjórnin Guðrún sagðist í ræðu sinni efast um að hægt væri að „klúðra málum meira“ í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, jafnvel þó svo að borgarstjórnarmeirihlutinn „leggði sig allan fram um það.“ Þá skaut Guðrún einnig á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem hefur gengið brösuglega að efna gefin kosningaloforð að lækka vexti í landinu síðasta árið. „Sjálfstæðismenn hafna frösum og ódýrum slagorðum. Við Sjálfstæðismenn tölum ekki um plan nema að við séum með raunverulegt plan,“ sagði Guðrún, sem vill meina að ríkisstjórnin hafi stöðvar vaxtalækkunarferlið, sem hafi hafist í tíð síðustu ríkisstjórnar þegar Bjarni Benediktson var í fjármálaráðuneytinu. Hún gerði nýjan húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar að umræðuefni en gagnrýndi auk þess þéttingu byggðar. „Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hélt um stjórnartaumana í Reykjavík var nægt framboð af lóðum. Svo færðust völdin til R-listans og síðar Samfylkingarinnar og meðreiðarsveina þeirra á fimm eða sex-klofnum vinstri vængnum í borginni. Var þá skrúfað fyrir lóðaframboð og fasteignaverð rauk upp,“ sagði Guðrún, og tók enn fremur fram að það eina sem borgina hefði ekki skort væru starfshópar og nefndir. Borgin standi ráðalaus fyrir lestrarvanda Þá gerði hún lestrarvanda ungmenna að umfjöllunarefni sínu og sagði að skólayfirvöld, til dæmis í Reykjavík, stæðu ráðþrota gagnvart „þessu neyðarástandi“. Vert er að nefna PISA-mælingar frá 2022 sýni að lestrarvandinn sé minnstur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, þó hann sé vissulega allmikill. „Eina sem kemur frá þeim [skólayfirvöldum] eru langir leiðbeiningabæklingar um hvernig halda skuli barnaafmæli. Og jú, nú má ekki gefa krökkum einkunnir sem þau skilja. Því nú fá börnin litakóðaða bókstafi sem enginn veit hvað þýða og engin hefð er fyrir hér á landi,“ tók Guðrún fram. Hún gangrýndi þó að borgarstjórnaryfirvöld hafi lagt steina í götur einkaaðila sem vilja koma á fót menntastofnunum. Hópur fólks sem komi og misnoti gestrisni Íslendinga Í ræðu sinni hampaði hún því að Sjálfstæðismönnum hafi tekist að fækka hælisumsóknum um 70 prósent með tveimur samþykktum frumvörpum að útlendingalögum. „Hér og annars staðar í Evrópu er hópur fólks sem er hingað kominn eingöngu til þess að þiggja, og sýna engan áhuga á því að leggjast á árarnar með okkur hinum. Þessi hópur er hingað kominn gagngert til þess að misnota gestrisni Íslendinga og níðist þannig á bæði velvild okkar og velferðarkerfi,“ sagði hún einnig. „Skilaboð okkar til þessa hóps eru skýr: Ef þú misnotar kerfið og fylgir ekki lögum og reglum, þá ertu ekki velkominn.“ Að lokum kvaðst hún þurfa flokksmenn með sér í „ferðalagið sem stendur fyrir dyrum.“ „Sjálfstæðisstefnan er okkur til halds og trausts og við skulum ganga veginn stolt, sagði formaðurinn. „Stolt af okkar afrekum, stolt af okkar stefnu, en fyrst og síðast stolt af því að tilheyra Sjálfstæðisflokknum.“ Jens Garðar Helgason varaformaður tók svo til máls að lokinni ræðu Guðrúnar og sagðist myndu á næstunni kynna tillögur flokksins til þess að draga úr ríkisútgjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
„Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu í vor,“ sagði formaðurinn í ræðu sinni á fundinum og ýjar þar væntanlega til komandi sveitarstjórnarkosninga. Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara og undir þeim formerkjum að Guðrún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að sterkara Íslandi.“ Flokkurinn hefur siglt ólgusjó í stjórnarandstöðu, að minnsta kosti hvað fylgi flokksins varðar að landsvísu en boðað var til fundarins á mánudag eftir að greint var frá könnun þar sem Miðflokkurinn virtist narta í hælana á Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þó mests fylgis á sveitarstjórnarstiginu í Reykjavíkurborg samkvæmt flestum könnunum þar og hefur gert það í nokkur ár. Aftur á móti hefur flokkurinn sjaldan á síðustu árum gengið að því vísu að komast í meirihluta þar sem aðrir flokkar hafa margir sniðgengið sjálfstæðismenn í meirihlutaviðræðum í borginni. Fulltrúaráð flokksins mun á mánudag, 10. nóvember, ákveða aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2026. Segir erfitt að klúðra málunum meira en borgarstjórnin Guðrún sagðist í ræðu sinni efast um að hægt væri að „klúðra málum meira“ í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, jafnvel þó svo að borgarstjórnarmeirihlutinn „leggði sig allan fram um það.“ Þá skaut Guðrún einnig á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem hefur gengið brösuglega að efna gefin kosningaloforð að lækka vexti í landinu síðasta árið. „Sjálfstæðismenn hafna frösum og ódýrum slagorðum. Við Sjálfstæðismenn tölum ekki um plan nema að við séum með raunverulegt plan,“ sagði Guðrún, sem vill meina að ríkisstjórnin hafi stöðvar vaxtalækkunarferlið, sem hafi hafist í tíð síðustu ríkisstjórnar þegar Bjarni Benediktson var í fjármálaráðuneytinu. Hún gerði nýjan húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar að umræðuefni en gagnrýndi auk þess þéttingu byggðar. „Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hélt um stjórnartaumana í Reykjavík var nægt framboð af lóðum. Svo færðust völdin til R-listans og síðar Samfylkingarinnar og meðreiðarsveina þeirra á fimm eða sex-klofnum vinstri vængnum í borginni. Var þá skrúfað fyrir lóðaframboð og fasteignaverð rauk upp,“ sagði Guðrún, og tók enn fremur fram að það eina sem borgina hefði ekki skort væru starfshópar og nefndir. Borgin standi ráðalaus fyrir lestrarvanda Þá gerði hún lestrarvanda ungmenna að umfjöllunarefni sínu og sagði að skólayfirvöld, til dæmis í Reykjavík, stæðu ráðþrota gagnvart „þessu neyðarástandi“. Vert er að nefna PISA-mælingar frá 2022 sýni að lestrarvandinn sé minnstur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, þó hann sé vissulega allmikill. „Eina sem kemur frá þeim [skólayfirvöldum] eru langir leiðbeiningabæklingar um hvernig halda skuli barnaafmæli. Og jú, nú má ekki gefa krökkum einkunnir sem þau skilja. Því nú fá börnin litakóðaða bókstafi sem enginn veit hvað þýða og engin hefð er fyrir hér á landi,“ tók Guðrún fram. Hún gangrýndi þó að borgarstjórnaryfirvöld hafi lagt steina í götur einkaaðila sem vilja koma á fót menntastofnunum. Hópur fólks sem komi og misnoti gestrisni Íslendinga Í ræðu sinni hampaði hún því að Sjálfstæðismönnum hafi tekist að fækka hælisumsóknum um 70 prósent með tveimur samþykktum frumvörpum að útlendingalögum. „Hér og annars staðar í Evrópu er hópur fólks sem er hingað kominn eingöngu til þess að þiggja, og sýna engan áhuga á því að leggjast á árarnar með okkur hinum. Þessi hópur er hingað kominn gagngert til þess að misnota gestrisni Íslendinga og níðist þannig á bæði velvild okkar og velferðarkerfi,“ sagði hún einnig. „Skilaboð okkar til þessa hóps eru skýr: Ef þú misnotar kerfið og fylgir ekki lögum og reglum, þá ertu ekki velkominn.“ Að lokum kvaðst hún þurfa flokksmenn með sér í „ferðalagið sem stendur fyrir dyrum.“ „Sjálfstæðisstefnan er okkur til halds og trausts og við skulum ganga veginn stolt, sagði formaðurinn. „Stolt af okkar afrekum, stolt af okkar stefnu, en fyrst og síðast stolt af því að tilheyra Sjálfstæðisflokknum.“ Jens Garðar Helgason varaformaður tók svo til máls að lokinni ræðu Guðrúnar og sagðist myndu á næstunni kynna tillögur flokksins til þess að draga úr ríkisútgjöldum.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira