Spilaborgir félagsmálaráðherra Þorsteinn Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:00 Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun