Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2021 22:45 Læknar hafa að mestu leyti farið eftir lögunum nýju og umdeildu í Texas. AP/LM Otero Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. Braid skrifaði grein í Washington Post á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa farið eftir skyldu sinni sem læknir og sagði konuna sem gekkst undir aðgerðina eiga rétt á henni. Hann sagðist meðvitaður um að ákvörðun hans gæti haft afleiðingar en sagði mikilvægt að reyna á lögmæti laganna, sem hann sagði fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin eru gífurlega umdeild og fela í sér algjört bann við þungunarrofi eftir sex vikna meðgöngu. Á þeim tímapunkti eru margar konur ómeðvitaðar um að þær séu óléttar. Þá innihalda lögin engar undanþágur varðandi nauðganir eða sifjaspell. Þau tóku gildi þann 1. september en eru sérstaklega hönnuð til að komast hjá því að vera felld niður í dómstólum. Við hefðbundnar kringumstæður eru embættismenn sem framfylgja nýjum lögum kærðir til að reyna á lögmæti þeirra. Þessi lög eru skrifuð á þann veg að það er í raun enginn sérstakur sem framfylgir þeim og þar af leiðandi er enginn sem hægt er að kæra. Hver sem er getur kært á grundvelli laganna. Hver sem er geti kært lækni fyrir að framkvæma þungunarrof, eða aðra fyrir að koma að þungunarrofi. Jafnvel þann sem keyrir viðkomandi konu til læknis eða greiðir fyrir aðgerðina. Sá sem kærir getur fengið tíu þúsund dala verðlaun frá yfirvöldum í Texas. Sjá einnig: Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig höfðað mál gegn Texas vegna laganna og það mál verður tekið fyrir þann 20. október. Maðurinn sem kærði Braid heitir Oscar Stilley. Hann er fyrrverandi lögmaður sem býr í Arkansas og var dæmdur fyrir skattsvik árið 2010. Samkvæmt frétt Washington Post er hann að afplána fimmtán ára fangelsis dóm sinn í stofufangelsi. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki mótfallinn þungunarrofi en hann vildi fá tíu þúsund dali. „Ef Texas-ríki ákveður að gefa tíu þúsund dala verðlaunafé, af hverju ætti ég ekki að fá það,“ sagði hann. Stjórnarskrárbundinn réttur frá 1973 Réttur til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna með úrskurði hæstaréttar í máli sem kallast Roe v. Wade árið 1973. Samkvæmt þeim úrskurði má framkvæma þungunarrof innan 24 vikna á meðgöngu. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin hafa þó um árabil barist gegn því og hert að læknum og samtökum sem framkvæma þungunarrof eða koma að þeim með öðrum hætti. Meðal annars með mjög takmarkandi reglugerðum varðandi læknastofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Sjá einnig: Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að líklega muni málið gegn Braid verða notað til að kanna lögmæti laganna. Læknirinn muni geta notað það sem vörn að lögin fari gegn stjórnarskránni og þá sé það dómstólsins að ákveða hvort það sé rétt eða ekki. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Braid skrifaði grein í Washington Post á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa farið eftir skyldu sinni sem læknir og sagði konuna sem gekkst undir aðgerðina eiga rétt á henni. Hann sagðist meðvitaður um að ákvörðun hans gæti haft afleiðingar en sagði mikilvægt að reyna á lögmæti laganna, sem hann sagði fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin eru gífurlega umdeild og fela í sér algjört bann við þungunarrofi eftir sex vikna meðgöngu. Á þeim tímapunkti eru margar konur ómeðvitaðar um að þær séu óléttar. Þá innihalda lögin engar undanþágur varðandi nauðganir eða sifjaspell. Þau tóku gildi þann 1. september en eru sérstaklega hönnuð til að komast hjá því að vera felld niður í dómstólum. Við hefðbundnar kringumstæður eru embættismenn sem framfylgja nýjum lögum kærðir til að reyna á lögmæti þeirra. Þessi lög eru skrifuð á þann veg að það er í raun enginn sérstakur sem framfylgir þeim og þar af leiðandi er enginn sem hægt er að kæra. Hver sem er getur kært á grundvelli laganna. Hver sem er geti kært lækni fyrir að framkvæma þungunarrof, eða aðra fyrir að koma að þungunarrofi. Jafnvel þann sem keyrir viðkomandi konu til læknis eða greiðir fyrir aðgerðina. Sá sem kærir getur fengið tíu þúsund dala verðlaun frá yfirvöldum í Texas. Sjá einnig: Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig höfðað mál gegn Texas vegna laganna og það mál verður tekið fyrir þann 20. október. Maðurinn sem kærði Braid heitir Oscar Stilley. Hann er fyrrverandi lögmaður sem býr í Arkansas og var dæmdur fyrir skattsvik árið 2010. Samkvæmt frétt Washington Post er hann að afplána fimmtán ára fangelsis dóm sinn í stofufangelsi. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki mótfallinn þungunarrofi en hann vildi fá tíu þúsund dali. „Ef Texas-ríki ákveður að gefa tíu þúsund dala verðlaunafé, af hverju ætti ég ekki að fá það,“ sagði hann. Stjórnarskrárbundinn réttur frá 1973 Réttur til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna með úrskurði hæstaréttar í máli sem kallast Roe v. Wade árið 1973. Samkvæmt þeim úrskurði má framkvæma þungunarrof innan 24 vikna á meðgöngu. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin hafa þó um árabil barist gegn því og hert að læknum og samtökum sem framkvæma þungunarrof eða koma að þeim með öðrum hætti. Meðal annars með mjög takmarkandi reglugerðum varðandi læknastofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Sjá einnig: Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að líklega muni málið gegn Braid verða notað til að kanna lögmæti laganna. Læknirinn muni geta notað það sem vörn að lögin fari gegn stjórnarskránni og þá sé það dómstólsins að ákveða hvort það sé rétt eða ekki.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent