Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Árni Sæberg skrifar 28. október 2025 16:38 Engar töskur runnu inn á beltið úr flugvélinni sem átti að fljúga til Kaupmannahafnar. Eins og glöggir lesendur sjá er myndin úr safni. Vísir/Vilhelm Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina. Snjó hefur kyngt niður á suðvesturhorninu síðan í gærkvöldi og hefur sett sinn svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu. Bílaumferð hefur verið afar þung, sundlaugum hefur verið lokað vegna versnandi spár og flugumferð frá Keflavíkurflugvelli hefur gengið illa. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Gæludýr.is og Home&You, var á meðal þeirra sem átti flug með Icelandair til Kaupmannahafnar á áttunda tímanum í morgun. Millilenda átti á Kastrup á leiðinni í vinnuferð til Aþenu en komu vinnufélaganna til Grikklands frestast um allavega sólarhring. Sátu í vélinni frá sjö til ellefu Færðin var erfið eftir Reykjanesbrautinni út á Keflavíkurflugvöll í morgunsárið en slapp þó til. Farþegar voru komnir um borð í flugvélina klukkan sjö og styttist í flugtak. Eða svo töldu farþegar. „Við vorum þar inni til klukkan ellefu. Þá var hleypt út og sagt að búið væri að aflýsa fluginu,“ segir Ingibjörg. Meðal ferðafélaga er móðurbróðir hennar á sjötugsaldri og vinir hans. Fólki var vísað í móttökusalinn þar sem það beið eftir farangri sínum. „Þarna var fólk til klukkan þrjú. Þá var okkur sagt að við mættum fara og fengjum ekki farangurinn.“ Flugfreyjurnar indælar Flugfreyjur Icelandair hafi verið indælar og gefið farþegum vatn að drekka í biðinni. Enginn skilji þó hvers vegna beðið hafi verið svo lengi. Sérstaklega hafi verið pirrandi að sjá einstaka flugvélar Icelandair fara í loftið, þar á meðal vél til Helsinki og önnur hafi farið til Rómar. „Það var mjög skrýtið og við vitum ekki hvað var í gangi.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu var sagt að halda til síns heima. Ingibjörg og félagar ákváðu að leita ekki langt yfir skammt eftir gistingu heldur bókuðu gistingu í Keflavík. „Við vorum svo skynsöm og ákváðum að tékka okkur inn á hótel í Keflavík. En það hafa ekki allir ráð á því,“ segir Ingibjörg. Hún vonast til þess að brottför gangi betur á morgun og að hún verði komin í sólina í Aþenu, í vinnutengdum erindagjörðum þó, sólarhring á eftir áætlun. Létu vita um leið og staðan lá fyrir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, segir í svari við fyrirspurn Vísis að aðstæður á Keflavíkurflugvelli hafi verið mjög erfiðar í morgun vegna mikillar snjókomu. Félagið hafi endað á að aflýsa um helmingi flugferða sem voru á áætlun í morgun og hafi nú aflýst flest öllu flugi seinnipartinn dag, bæði komum og brottförum. „Það hefur verið krefjandi að koma farangri frá borði í þessum aðstæðum og í einhverjum tilfellum reyndist það ekki hægt fyrr en veðrinu slotar, þar með talin er vélin sem átti að fara til Kaupmannahafnar sem þú vísar í. Farþegar voru upplýstir um leið og það kom í ljós en því miður var það eftir mjög langa bið. Okkur þykir það mjög leitt.“ Alls hefur 48 flugferðum, bæði til og frá Keflavíkurflugvelli, verið aflýst í dag. Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Snjó hefur kyngt niður á suðvesturhorninu síðan í gærkvöldi og hefur sett sinn svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu. Bílaumferð hefur verið afar þung, sundlaugum hefur verið lokað vegna versnandi spár og flugumferð frá Keflavíkurflugvelli hefur gengið illa. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Gæludýr.is og Home&You, var á meðal þeirra sem átti flug með Icelandair til Kaupmannahafnar á áttunda tímanum í morgun. Millilenda átti á Kastrup á leiðinni í vinnuferð til Aþenu en komu vinnufélaganna til Grikklands frestast um allavega sólarhring. Sátu í vélinni frá sjö til ellefu Færðin var erfið eftir Reykjanesbrautinni út á Keflavíkurflugvöll í morgunsárið en slapp þó til. Farþegar voru komnir um borð í flugvélina klukkan sjö og styttist í flugtak. Eða svo töldu farþegar. „Við vorum þar inni til klukkan ellefu. Þá var hleypt út og sagt að búið væri að aflýsa fluginu,“ segir Ingibjörg. Meðal ferðafélaga er móðurbróðir hennar á sjötugsaldri og vinir hans. Fólki var vísað í móttökusalinn þar sem það beið eftir farangri sínum. „Þarna var fólk til klukkan þrjú. Þá var okkur sagt að við mættum fara og fengjum ekki farangurinn.“ Flugfreyjurnar indælar Flugfreyjur Icelandair hafi verið indælar og gefið farþegum vatn að drekka í biðinni. Enginn skilji þó hvers vegna beðið hafi verið svo lengi. Sérstaklega hafi verið pirrandi að sjá einstaka flugvélar Icelandair fara í loftið, þar á meðal vél til Helsinki og önnur hafi farið til Rómar. „Það var mjög skrýtið og við vitum ekki hvað var í gangi.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu var sagt að halda til síns heima. Ingibjörg og félagar ákváðu að leita ekki langt yfir skammt eftir gistingu heldur bókuðu gistingu í Keflavík. „Við vorum svo skynsöm og ákváðum að tékka okkur inn á hótel í Keflavík. En það hafa ekki allir ráð á því,“ segir Ingibjörg. Hún vonast til þess að brottför gangi betur á morgun og að hún verði komin í sólina í Aþenu, í vinnutengdum erindagjörðum þó, sólarhring á eftir áætlun. Létu vita um leið og staðan lá fyrir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, segir í svari við fyrirspurn Vísis að aðstæður á Keflavíkurflugvelli hafi verið mjög erfiðar í morgun vegna mikillar snjókomu. Félagið hafi endað á að aflýsa um helmingi flugferða sem voru á áætlun í morgun og hafi nú aflýst flest öllu flugi seinnipartinn dag, bæði komum og brottförum. „Það hefur verið krefjandi að koma farangri frá borði í þessum aðstæðum og í einhverjum tilfellum reyndist það ekki hægt fyrr en veðrinu slotar, þar með talin er vélin sem átti að fara til Kaupmannahafnar sem þú vísar í. Farþegar voru upplýstir um leið og það kom í ljós en því miður var það eftir mjög langa bið. Okkur þykir það mjög leitt.“ Alls hefur 48 flugferðum, bæði til og frá Keflavíkurflugvelli, verið aflýst í dag.
Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira