Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2025 07:15 Að óbreyttu munu yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna verða af mataraðstoð frá og með næstu mánaðamótum. Getty/Orange County Register/Paul Bersebach Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila