Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2025 07:15 Að óbreyttu munu yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna verða af mataraðstoð frá og með næstu mánaðamótum. Getty/Orange County Register/Paul Bersebach Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira