Samfylkingin og heimilin Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 19:01 Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar