Dýraþjónusta Reykjavíkur Sabine Leskopf skrifar 17. febrúar 2021 09:30 Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun