Ert þú reiðubúinn að deyja fyrir hagvöxtinn? Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. mars 2020 08:30 Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar