Ert þú reiðubúinn að deyja fyrir hagvöxtinn? Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. mars 2020 08:30 Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun