Grjóthörð loftslagslausn Edda Sif Aradóttir skrifar 30. desember 2020 08:01 Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks. Koldíoxíðið er fangað úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, leyst í vatni og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda koldíoxíð varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið og hefur Carbfix ohf. verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR frá upphafi þessa árs. Það hefur gengið á ýmsu þetta fyrsta rekstrarár félagsins enda um fordæmalausa tíma að ræða eins og þekkt er orðið. Þó er jákvætt að þrátt fyrir heimsfaraldur hafa loftslagsmálin líka verið í brennidepli á árinu – enda ekki vanþörf á þar sem geigvænlegar afleiðingar hlýnunar jarðar verða sífellt augljósari með auknum fjölda hamfaraveðuratburða. Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Nýverið kynntu íslensk stjórnvöld metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og plön um eflingu aðgerða sem stuðla eiga að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Góður árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum geirum en jafnframt ljóst að gefa þarf hraustlega í græna nýsköpun og fjárfestingar í loftslagslausnum svo markmiðin náist. Á það t.a.m. við um nýsköpun tengda föngun og förgun koldíoxíðs frá stóriðju sem m.a. er getið um í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til samræmis við viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækjanna og OR frá því í fyrra. Grænn og loftslagsvænn iðnaður Hér heima fyrir hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir nýja græna atvinnugrein, kolefnisföngun og -förgun. Nú liggur fyrir Alþingi ráðherrafrumvarp um niðurdælingu koldíoxíðs sem m.a. felur í sér beinan fjárhagslegan hvata fyrir aðila sem falla undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Frumkvöðlasamningur Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem undirritaður var á árinu, og felur í sér föngun og förgun koldíoxíðs sem þegar hefur verið sleppt út í andrúmsloftið, er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Erlend stórfyrirtæki hafa sýnt Carbfix tækninni mikinn áhuga á árinu og við hlökkum til að deila fréttum af nýjum verkefnum og vexti með tilheyrandi verðmætasköpun og jákvæðum áhrifum fyrir loftslagið. Þá hefur hróður Carbfix tækninnar borist víða á öldum ljósvakans á árinu enda féllu nokkur nýsköpunarverðlaun okkur í skaut auk þess sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum og efnisveitum heims fjölluðu um okkur, þ.m.t. Netflix, the Weather Channel, NOVA PBS og BBC. Markmið í augsýn Fyrir tilstuðlan metnaðarfyllri markmiða ríkja heims þegar kemur að loftslagsmálum sjáum við nú í fyrsta skipti möguleika á því að geta náð markmiðum Parísarsamningsins. Allar lausnirnar sem þarf eru þegar til – verkefnið felst í því að auka umfang þeirra með veldisvexti á komandi árum og þannig draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland getur skapað sér mikil tækifæri með markvissri uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar sem og útflutningi á hugviti. Starfsfólk Carbfix horfir björtum augum til framtíðar og er til þjónustu reiðubúið að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum aðgang að grjótharðri, varanlegri og hagkvæmri loftslagslausn. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks. Koldíoxíðið er fangað úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, leyst í vatni og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda koldíoxíð varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið og hefur Carbfix ohf. verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR frá upphafi þessa árs. Það hefur gengið á ýmsu þetta fyrsta rekstrarár félagsins enda um fordæmalausa tíma að ræða eins og þekkt er orðið. Þó er jákvætt að þrátt fyrir heimsfaraldur hafa loftslagsmálin líka verið í brennidepli á árinu – enda ekki vanþörf á þar sem geigvænlegar afleiðingar hlýnunar jarðar verða sífellt augljósari með auknum fjölda hamfaraveðuratburða. Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Nýverið kynntu íslensk stjórnvöld metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og plön um eflingu aðgerða sem stuðla eiga að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Góður árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum geirum en jafnframt ljóst að gefa þarf hraustlega í græna nýsköpun og fjárfestingar í loftslagslausnum svo markmiðin náist. Á það t.a.m. við um nýsköpun tengda föngun og förgun koldíoxíðs frá stóriðju sem m.a. er getið um í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til samræmis við viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækjanna og OR frá því í fyrra. Grænn og loftslagsvænn iðnaður Hér heima fyrir hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir nýja græna atvinnugrein, kolefnisföngun og -förgun. Nú liggur fyrir Alþingi ráðherrafrumvarp um niðurdælingu koldíoxíðs sem m.a. felur í sér beinan fjárhagslegan hvata fyrir aðila sem falla undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Frumkvöðlasamningur Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem undirritaður var á árinu, og felur í sér föngun og förgun koldíoxíðs sem þegar hefur verið sleppt út í andrúmsloftið, er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Erlend stórfyrirtæki hafa sýnt Carbfix tækninni mikinn áhuga á árinu og við hlökkum til að deila fréttum af nýjum verkefnum og vexti með tilheyrandi verðmætasköpun og jákvæðum áhrifum fyrir loftslagið. Þá hefur hróður Carbfix tækninnar borist víða á öldum ljósvakans á árinu enda féllu nokkur nýsköpunarverðlaun okkur í skaut auk þess sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum og efnisveitum heims fjölluðu um okkur, þ.m.t. Netflix, the Weather Channel, NOVA PBS og BBC. Markmið í augsýn Fyrir tilstuðlan metnaðarfyllri markmiða ríkja heims þegar kemur að loftslagsmálum sjáum við nú í fyrsta skipti möguleika á því að geta náð markmiðum Parísarsamningsins. Allar lausnirnar sem þarf eru þegar til – verkefnið felst í því að auka umfang þeirra með veldisvexti á komandi árum og þannig draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland getur skapað sér mikil tækifæri með markvissri uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar sem og útflutningi á hugviti. Starfsfólk Carbfix horfir björtum augum til framtíðar og er til þjónustu reiðubúið að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum aðgang að grjótharðri, varanlegri og hagkvæmri loftslagslausn. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun