Veraldleg þjóð í hlekkjum þjóðkirkju Sveinn Atli Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2020 18:00 Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað í áratugi bæði hér á landi svo og annars staðar og á sama tíma hefur hægt og bítandi fækkað í Þjóðkirkjunni. Í dag telja um 25% sig eiga samleið með Þjóðkirkjunni en samt eru yfir 60% Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna. Hluta af þessari skekkju má sjálfsagt skrifa á hvernig skráningu í trúfélög er og hefur verið háttað í gegnum tíðina þar sem börn hafa verið skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra (áður sjálfkrafa í trúfélag móður) við fæðingu og fáir taka raunverulega afstöðu til þeirrar skráningar. Hefðir og venjur ráða auðvitað einhverju líka, fólk vill gjarnan tilheyra í samfélaginu og það getur því verið erfitt að slíta sig frá stærsta trúfélaginu þó að samleið við það sé lítil sem engin. Yfir helmingur þjóðarinnar er í dag hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins um 30% styðja núverandi fyrirkomulag, það er því ljóst að þau 60% sem eru enn skráð í Þjóðkirkjuna eiga mörg hver litla samleið með henni. En hvaða möguleika hefur fólk til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts. Ég tel að Siðmennt sé góður kostur fyrir okkur trúleysingjana, enda er svo margt í lífinu sem krefst þess að maður sé hluti af einhverskonar samfélagi fólks með svipuð viðhorf til lífsins. Á lífsbrautinni eru svo mörg verkefni og athafnir sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur sögulega verið gert af prestum landsins, til að mynda nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir, en það er m.a. hlutverk Siðmenntar að standa fyrir þessum mikilvægu og sjálfsögðu athöfnum á veraldlegum nótum. Athafnaþjónusta Siðmenntar er nútímalegur og veraldlegur valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum í lífinu án þess að blanda trúarbrögðum í spilið. Siðmennt aðhyllist siðrænan húmanisma sem fjallar m.a. um að leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og um leið útrýma umburðarleysi og ofsóknum, en það þýðir einnig almennt umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Þannig að Siðmennt er góður valkostur fyrir þau okkar sem hafa veraldlega sýn á lífið og tilveruna. Til að vera viss um að skráning í trú- og lífsskoðunarfélag sé rétt hjá Þjóðskrá þá hvet ég fólk til að fara inn á www.skra.is og athuga málið, það tekur bara eitt augnablik. Það gæti komið á óvart hvernig þinni skráningu er háttað, en þú getur haft áhrif með því að ákveða hvaða hópi þú tilheyrir. Það er einfalt mál og sjálfsagt að taka þá meðvituðu ákvörðun að stjórna þinni trúfélagsskráningu og stjórna því hvernig þínum sóknargjöldum er ráðstafað - þú ræður því. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Sveinn Atli Gunnarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað í áratugi bæði hér á landi svo og annars staðar og á sama tíma hefur hægt og bítandi fækkað í Þjóðkirkjunni. Í dag telja um 25% sig eiga samleið með Þjóðkirkjunni en samt eru yfir 60% Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna. Hluta af þessari skekkju má sjálfsagt skrifa á hvernig skráningu í trúfélög er og hefur verið háttað í gegnum tíðina þar sem börn hafa verið skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra (áður sjálfkrafa í trúfélag móður) við fæðingu og fáir taka raunverulega afstöðu til þeirrar skráningar. Hefðir og venjur ráða auðvitað einhverju líka, fólk vill gjarnan tilheyra í samfélaginu og það getur því verið erfitt að slíta sig frá stærsta trúfélaginu þó að samleið við það sé lítil sem engin. Yfir helmingur þjóðarinnar er í dag hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins um 30% styðja núverandi fyrirkomulag, það er því ljóst að þau 60% sem eru enn skráð í Þjóðkirkjuna eiga mörg hver litla samleið með henni. En hvaða möguleika hefur fólk til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts. Ég tel að Siðmennt sé góður kostur fyrir okkur trúleysingjana, enda er svo margt í lífinu sem krefst þess að maður sé hluti af einhverskonar samfélagi fólks með svipuð viðhorf til lífsins. Á lífsbrautinni eru svo mörg verkefni og athafnir sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur sögulega verið gert af prestum landsins, til að mynda nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir, en það er m.a. hlutverk Siðmenntar að standa fyrir þessum mikilvægu og sjálfsögðu athöfnum á veraldlegum nótum. Athafnaþjónusta Siðmenntar er nútímalegur og veraldlegur valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum í lífinu án þess að blanda trúarbrögðum í spilið. Siðmennt aðhyllist siðrænan húmanisma sem fjallar m.a. um að leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og um leið útrýma umburðarleysi og ofsóknum, en það þýðir einnig almennt umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Þannig að Siðmennt er góður valkostur fyrir þau okkar sem hafa veraldlega sýn á lífið og tilveruna. Til að vera viss um að skráning í trú- og lífsskoðunarfélag sé rétt hjá Þjóðskrá þá hvet ég fólk til að fara inn á www.skra.is og athuga málið, það tekur bara eitt augnablik. Það gæti komið á óvart hvernig þinni skráningu er háttað, en þú getur haft áhrif með því að ákveða hvaða hópi þú tilheyrir. Það er einfalt mál og sjálfsagt að taka þá meðvituðu ákvörðun að stjórna þinni trúfélagsskráningu og stjórna því hvernig þínum sóknargjöldum er ráðstafað - þú ræður því. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun