Trú í veraldlegu ríki Guðný Hjaltadóttir skrifar 30. október 2020 10:31 Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tjáningarfrelsi Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun