Garðaklaufhalinn orðinn landlægur: „Búið ykkur undir haustið!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:52 Garðahlaufhalinn gerir mönnum ekki mein en hann er auðþekktur frá öðrum skordýrum hér á landi að því er segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Getty/Andrea Innocenti Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Dýr Skordýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar.
Dýr Skordýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira