Leikmenn Georgetown háskólans ákærðir fyrir innbrot, líkamsárás og kynferðislega áreitni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 21:00 Leikmenn Georgetown háskólans í leik í vetur. Getty/Emilee Chinn Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019 Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira