„Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. desember 2025 22:02 Borche Ilievski, þjálfari ÍR. Vísir/Vilhelm „Það er eðlilegt að vera leiður þegar maður tapar svona leik,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir naumt tap liðsins gegn Val í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. „Valur er með gott lið í hörkustandi, á meðan við þurfum kannski að keyra á færri mönnum vegna meiðsla. Við vorum bara ekki nógu sterkir til að klára leikinn eins og við vildum.“ „Við fengum tvö skot til að jafna og fara í framlengingu, en við höfðum heppnina einfaldlega ekki með okkur.“ Hann segir þó að það sé ýmislegt jákvætt sem hans menn geti tekið með sér úr leik kvöldsins. „Já, klárlega. Sérstaklega það að við erum að berjast allan tímann. Ég veit að þetta var erfitt fyrir þessa 6-7 stráka sem þurftu að spila nánast allan leoikinn, en ég veit líka að þeir lögðu allt í þetta. Þeir lögðu allt í að reyna að vinna þennan leik og til að gleðja okkar stuðningsfólk. Ég er viss um að okkar fólk sá hvað við lögðum mikið í þennan leik og að við erum ekki lið sem gefst upp.“ „Við náum tíu stiga forskoti snemma í þriðja leikhluta, en kannski var það of snemmt. Valur er með mjög reynslumikið lið sem nær að snúa þessu við og nær að halda forystunni út leikinn. Þetta var jafn leikur, en ég held að við hefðum þurft að hafa heppnina aðeins meira með okkur í liði.“ Þá segir hann að orkustigið sem ÍR-ingar komu með í leikinn hafi verið gott, en mögulega hafi það einnig orðið liðinu að falli. „Mögulega vorum við að keyra á of mikilli orku til að byrja með. Okkur vantaði meiri orku og þess vegna reyndi ég að skipta eins og ég gat og þeir þurftu að reyna að finna einhverja hvíld á milli. Það vantar leikmenn hjá okkur í kvöld og okkur vantaði eitthvað smá extra.“ „Í svona leik geta vítin skipt miklu máli og við klikkum á held ég fjórum í röð. Það skiptir miklu máli í svona leikjum.“ Að lokum segir Borche að ÍR-ingar muni að öllum líkindum bæta við sig leikmönnum fljótlega eftir jól. „Við ætlum klárlega að sækja allavega einn leikmann. Einhvern sem kemur með ferskan blæ inn í liðið. Svo munum við auðvitað reyna að æfa vel yfir jólin, en við þurfum líka að hlaða batteríin, fara yfir leikina sem búnir eru og greina hvað við þurfum að gera betur,“ sagði Borche að lokum. Bónus-deild karla Valur ÍR Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
„Valur er með gott lið í hörkustandi, á meðan við þurfum kannski að keyra á færri mönnum vegna meiðsla. Við vorum bara ekki nógu sterkir til að klára leikinn eins og við vildum.“ „Við fengum tvö skot til að jafna og fara í framlengingu, en við höfðum heppnina einfaldlega ekki með okkur.“ Hann segir þó að það sé ýmislegt jákvætt sem hans menn geti tekið með sér úr leik kvöldsins. „Já, klárlega. Sérstaklega það að við erum að berjast allan tímann. Ég veit að þetta var erfitt fyrir þessa 6-7 stráka sem þurftu að spila nánast allan leoikinn, en ég veit líka að þeir lögðu allt í þetta. Þeir lögðu allt í að reyna að vinna þennan leik og til að gleðja okkar stuðningsfólk. Ég er viss um að okkar fólk sá hvað við lögðum mikið í þennan leik og að við erum ekki lið sem gefst upp.“ „Við náum tíu stiga forskoti snemma í þriðja leikhluta, en kannski var það of snemmt. Valur er með mjög reynslumikið lið sem nær að snúa þessu við og nær að halda forystunni út leikinn. Þetta var jafn leikur, en ég held að við hefðum þurft að hafa heppnina aðeins meira með okkur í liði.“ Þá segir hann að orkustigið sem ÍR-ingar komu með í leikinn hafi verið gott, en mögulega hafi það einnig orðið liðinu að falli. „Mögulega vorum við að keyra á of mikilli orku til að byrja með. Okkur vantaði meiri orku og þess vegna reyndi ég að skipta eins og ég gat og þeir þurftu að reyna að finna einhverja hvíld á milli. Það vantar leikmenn hjá okkur í kvöld og okkur vantaði eitthvað smá extra.“ „Í svona leik geta vítin skipt miklu máli og við klikkum á held ég fjórum í röð. Það skiptir miklu máli í svona leikjum.“ Að lokum segir Borche að ÍR-ingar muni að öllum líkindum bæta við sig leikmönnum fljótlega eftir jól. „Við ætlum klárlega að sækja allavega einn leikmann. Einhvern sem kemur með ferskan blæ inn í liðið. Svo munum við auðvitað reyna að æfa vel yfir jólin, en við þurfum líka að hlaða batteríin, fara yfir leikina sem búnir eru og greina hvað við þurfum að gera betur,“ sagði Borche að lokum.
Bónus-deild karla Valur ÍR Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira