„Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. desember 2025 22:02 Borche Ilievski, þjálfari ÍR. Vísir/Vilhelm „Það er eðlilegt að vera leiður þegar maður tapar svona leik,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir naumt tap liðsins gegn Val í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. „Valur er með gott lið í hörkustandi, á meðan við þurfum kannski að keyra á færri mönnum vegna meiðsla. Við vorum bara ekki nógu sterkir til að klára leikinn eins og við vildum.“ „Við fengum tvö skot til að jafna og fara í framlengingu, en við höfðum heppnina einfaldlega ekki með okkur.“ Hann segir þó að það sé ýmislegt jákvætt sem hans menn geti tekið með sér úr leik kvöldsins. „Já, klárlega. Sérstaklega það að við erum að berjast allan tímann. Ég veit að þetta var erfitt fyrir þessa 6-7 stráka sem þurftu að spila nánast allan leoikinn, en ég veit líka að þeir lögðu allt í þetta. Þeir lögðu allt í að reyna að vinna þennan leik og til að gleðja okkar stuðningsfólk. Ég er viss um að okkar fólk sá hvað við lögðum mikið í þennan leik og að við erum ekki lið sem gefst upp.“ „Við náum tíu stiga forskoti snemma í þriðja leikhluta, en kannski var það of snemmt. Valur er með mjög reynslumikið lið sem nær að snúa þessu við og nær að halda forystunni út leikinn. Þetta var jafn leikur, en ég held að við hefðum þurft að hafa heppnina aðeins meira með okkur í liði.“ Þá segir hann að orkustigið sem ÍR-ingar komu með í leikinn hafi verið gott, en mögulega hafi það einnig orðið liðinu að falli. „Mögulega vorum við að keyra á of mikilli orku til að byrja með. Okkur vantaði meiri orku og þess vegna reyndi ég að skipta eins og ég gat og þeir þurftu að reyna að finna einhverja hvíld á milli. Það vantar leikmenn hjá okkur í kvöld og okkur vantaði eitthvað smá extra.“ „Í svona leik geta vítin skipt miklu máli og við klikkum á held ég fjórum í röð. Það skiptir miklu máli í svona leikjum.“ Að lokum segir Borche að ÍR-ingar muni að öllum líkindum bæta við sig leikmönnum fljótlega eftir jól. „Við ætlum klárlega að sækja allavega einn leikmann. Einhvern sem kemur með ferskan blæ inn í liðið. Svo munum við auðvitað reyna að æfa vel yfir jólin, en við þurfum líka að hlaða batteríin, fara yfir leikina sem búnir eru og greina hvað við þurfum að gera betur,“ sagði Borche að lokum. Bónus-deild karla Valur ÍR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
„Valur er með gott lið í hörkustandi, á meðan við þurfum kannski að keyra á færri mönnum vegna meiðsla. Við vorum bara ekki nógu sterkir til að klára leikinn eins og við vildum.“ „Við fengum tvö skot til að jafna og fara í framlengingu, en við höfðum heppnina einfaldlega ekki með okkur.“ Hann segir þó að það sé ýmislegt jákvætt sem hans menn geti tekið með sér úr leik kvöldsins. „Já, klárlega. Sérstaklega það að við erum að berjast allan tímann. Ég veit að þetta var erfitt fyrir þessa 6-7 stráka sem þurftu að spila nánast allan leoikinn, en ég veit líka að þeir lögðu allt í þetta. Þeir lögðu allt í að reyna að vinna þennan leik og til að gleðja okkar stuðningsfólk. Ég er viss um að okkar fólk sá hvað við lögðum mikið í þennan leik og að við erum ekki lið sem gefst upp.“ „Við náum tíu stiga forskoti snemma í þriðja leikhluta, en kannski var það of snemmt. Valur er með mjög reynslumikið lið sem nær að snúa þessu við og nær að halda forystunni út leikinn. Þetta var jafn leikur, en ég held að við hefðum þurft að hafa heppnina aðeins meira með okkur í liði.“ Þá segir hann að orkustigið sem ÍR-ingar komu með í leikinn hafi verið gott, en mögulega hafi það einnig orðið liðinu að falli. „Mögulega vorum við að keyra á of mikilli orku til að byrja með. Okkur vantaði meiri orku og þess vegna reyndi ég að skipta eins og ég gat og þeir þurftu að reyna að finna einhverja hvíld á milli. Það vantar leikmenn hjá okkur í kvöld og okkur vantaði eitthvað smá extra.“ „Í svona leik geta vítin skipt miklu máli og við klikkum á held ég fjórum í röð. Það skiptir miklu máli í svona leikjum.“ Að lokum segir Borche að ÍR-ingar muni að öllum líkindum bæta við sig leikmönnum fljótlega eftir jól. „Við ætlum klárlega að sækja allavega einn leikmann. Einhvern sem kemur með ferskan blæ inn í liðið. Svo munum við auðvitað reyna að æfa vel yfir jólin, en við þurfum líka að hlaða batteríin, fara yfir leikina sem búnir eru og greina hvað við þurfum að gera betur,“ sagði Borche að lokum.
Bónus-deild karla Valur ÍR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira