Gleði og sorg í sigri Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 19:32 Alexander Isak kom Liverpool á bragðið í kvöld með fyrsta marki leiksins en þurfti svo um leið að fara meiddur af velli. Vísir/Getty Liverpool vann góðan 2-1 sigur á Tottenham í 17.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Stuðningsmenn Liverpool geta leyft sér að gleðjast yfir sigrinum en sorg gerir þó einnig vart um sig. Alexander Isak skoraði fyrsta mark liðsins en þurfti í kjölfarið að fara meiddur af velli. Bæði lið komu inn í leik kvöldsins eftir að hafa hikstað töluvert á fyrri helmingi tímabilsins. Hins vegar hafði Liverpool tekist að rétta aðeins úr kútnum og sigur liðsins í síðustu umferð gegn Brighton gaf þeim mikið. Það dró til tíðinda í kringum þrítugustu mínútu leiksins þegar að Xavi Simons, leikmaður Tottenham braut harkalega á Virgil van Dijk. Upphaflega fékk Hollendingurinn gult spjald en við nánari skoðun í VAR-sjánni var ekki hjá því komist að gefa honum rauða spjaldið. Xavi Simons fékk að líta verðskuldað Liverpool einum manni fleiri en ekkert mark var skorað í fyrri háflleik. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað að setja Alexander Isak inn í hálfleik. Sá hefur átt erfitt uppdráttar frá því að hann var keyptur frá Newcastle United Isak átti frábæra innkomu og kom Liverpool yfir á 56.mínútu með marki eftir stoðsendingu frá Florian Wirtz. Nýju strákarnir í Liverpool, sem höfðu fengið slatta af gagnrýni, að láta til sín taka. Í þann mund sem Isak skaut í átt að marki varð hann fyrir tæklingu Micky van de Ven og lá óvígur eftir. Isak fékk aðhlynningu en þurfti að yfirgefa völlinn meiddur. Afar vond tíðindi fyrir Svíann í þann mund sem hann hefði geta komið sér á gott skrið. Alexander Isak og skot hans sem varð að marki. Sjáið Van de Ven þarna á leiðinni að klippa skotfót Isak. Svíinn lá óvígur eftir og gat ekki haldið áfram.Vísir/Getty Leikurinn hélt áfram og tíu mínútum eftir mark Isak, kom Hugo Ekitike Liverpool tveimur mörkum yfir með sínu níunda marki á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Staðan 2-0 Liverpool í vil. Liverpool með góð tök á leiknum, allt þar til að Richarlison minnkaði muninn fyrir Tottenham með marki á 83.mínútu og gaf heimamönnum þar með líflínu. Lokamínútur leiksins voru fjörugar og skapið hljóp með nokkra leikmenn í gönur. Christian Romero, varnarmaður Tottenham fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að sparka í áttina að Konaté, varnarmanni Liverpool er þeir lágu saman í jörðinni. Romero var á gulu spjaldi, glórulaus hegðun hjá honum og þar með voru aðeins níu leikmenn Tottenham inn á vellinum. Fleiri mörk voru ekki skoruð og varð 2-1 sigur Liverpool staðreynd. Með sigrinum lyftir Liverpool sér upp í 5.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þar er liðið með 29 stig, jafnmörg stig og Chelsea í fjórða sæti. Tottenham er í 13.sæti og pressan á knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Frank, er orðin mikil. Þetta var sjöunda tap Tottenham í deildinni á yfirstandandi tímabili. Enski boltinn Liverpool FC Tottenham Hotspur
Liverpool vann góðan 2-1 sigur á Tottenham í 17.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Stuðningsmenn Liverpool geta leyft sér að gleðjast yfir sigrinum en sorg gerir þó einnig vart um sig. Alexander Isak skoraði fyrsta mark liðsins en þurfti í kjölfarið að fara meiddur af velli. Bæði lið komu inn í leik kvöldsins eftir að hafa hikstað töluvert á fyrri helmingi tímabilsins. Hins vegar hafði Liverpool tekist að rétta aðeins úr kútnum og sigur liðsins í síðustu umferð gegn Brighton gaf þeim mikið. Það dró til tíðinda í kringum þrítugustu mínútu leiksins þegar að Xavi Simons, leikmaður Tottenham braut harkalega á Virgil van Dijk. Upphaflega fékk Hollendingurinn gult spjald en við nánari skoðun í VAR-sjánni var ekki hjá því komist að gefa honum rauða spjaldið. Xavi Simons fékk að líta verðskuldað Liverpool einum manni fleiri en ekkert mark var skorað í fyrri háflleik. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað að setja Alexander Isak inn í hálfleik. Sá hefur átt erfitt uppdráttar frá því að hann var keyptur frá Newcastle United Isak átti frábæra innkomu og kom Liverpool yfir á 56.mínútu með marki eftir stoðsendingu frá Florian Wirtz. Nýju strákarnir í Liverpool, sem höfðu fengið slatta af gagnrýni, að láta til sín taka. Í þann mund sem Isak skaut í átt að marki varð hann fyrir tæklingu Micky van de Ven og lá óvígur eftir. Isak fékk aðhlynningu en þurfti að yfirgefa völlinn meiddur. Afar vond tíðindi fyrir Svíann í þann mund sem hann hefði geta komið sér á gott skrið. Alexander Isak og skot hans sem varð að marki. Sjáið Van de Ven þarna á leiðinni að klippa skotfót Isak. Svíinn lá óvígur eftir og gat ekki haldið áfram.Vísir/Getty Leikurinn hélt áfram og tíu mínútum eftir mark Isak, kom Hugo Ekitike Liverpool tveimur mörkum yfir með sínu níunda marki á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Staðan 2-0 Liverpool í vil. Liverpool með góð tök á leiknum, allt þar til að Richarlison minnkaði muninn fyrir Tottenham með marki á 83.mínútu og gaf heimamönnum þar með líflínu. Lokamínútur leiksins voru fjörugar og skapið hljóp með nokkra leikmenn í gönur. Christian Romero, varnarmaður Tottenham fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að sparka í áttina að Konaté, varnarmanni Liverpool er þeir lágu saman í jörðinni. Romero var á gulu spjaldi, glórulaus hegðun hjá honum og þar með voru aðeins níu leikmenn Tottenham inn á vellinum. Fleiri mörk voru ekki skoruð og varð 2-1 sigur Liverpool staðreynd. Með sigrinum lyftir Liverpool sér upp í 5.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þar er liðið með 29 stig, jafnmörg stig og Chelsea í fjórða sæti. Tottenham er í 13.sæti og pressan á knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Frank, er orðin mikil. Þetta var sjöunda tap Tottenham í deildinni á yfirstandandi tímabili.