Eru öll dýrin í skóginum jöfn? Opið bréf til heilbrigðisráðherra Ómar Torfason skrifar 14. október 2019 10:00 Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ómar Torfason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun