Segir vandasamara að setja saman matseðil þegar matvæli eru útilokuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 21:15 Hólmfríður Þorgeirsdóttir er verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis segir jákvætt að auka jurtaafurðir í mataræði skólabarna. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir embættið vonandi fara af stað með landskönnun á mataræði hjá 18 ára og eldri í haust og þá komi í ljós hversu hátt hlutfall landsmanna eru grænmetisætur eða vegan. Hún segir næstu skref þar á eftir vonandi vera að kanna það sama hjá yngra fólki, börnum og ungmennum. Greint var frá því fyrr í dag að bændur væru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda um að hætta að bjóða upp á kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar. Þá hafa ýmsir tjáð sig um málið, þar á meðal Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður, FESK, félags eggja-, svína- og kjúklingabænda. Hann sagði í samtali við Vísi í dag að hann efaðist um að grænkerastefna væri æskileg þar sem hún uppfyllti líklegast ekki ráðleggingar landlæknis. Hólmfríður segir, í samtali við Reykjavík síðdegis, mat þurfa að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar og þó að aukin áhersla á afurðir úr jurtaríkinu sé góð sé vafasamt að útiloka matvæli. „Það er alveg hægt að setja saman matseðil án kjöts og þá auka mjólk, egg og fisk á hollustuna. En eftir því sem fleiri matvæli eru útilokuð því vandasamara er þetta og meira þarf að vanda sig við að setja saman matseðil.“ „Að auka jurtaafurðir er jákvætt, bæði hvað varðar hollustu og umhverfismál og í samræmi við ráðleggingar embættisins,“ bætir Hólmfríður við. Hún segir þó að sér lítist ekki á að hætt verði að bjóða upp á dýraafurðir alfarið, það sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlæknis. „Það er mælt með því að það sé fiskur tvisvar í viku og boðið upp á hreinar, fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og takmarka neyslu sérstaklega á unnum kjötvörum.“ „Það er hægt að bjóða upp á mat án þess að hafa kjöt. Auðvitað þyrftu börn sem eru grænmetisætur að eiga kost á að fá slíkt fæði í skólanum.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Hólmfríði í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 22:30.Fyrirsögn og frétt hafa verið uppfærð. Heilbrigðismál Matur Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Vegan Tengdar fréttir Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir embættið vonandi fara af stað með landskönnun á mataræði hjá 18 ára og eldri í haust og þá komi í ljós hversu hátt hlutfall landsmanna eru grænmetisætur eða vegan. Hún segir næstu skref þar á eftir vonandi vera að kanna það sama hjá yngra fólki, börnum og ungmennum. Greint var frá því fyrr í dag að bændur væru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda um að hætta að bjóða upp á kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar. Þá hafa ýmsir tjáð sig um málið, þar á meðal Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður, FESK, félags eggja-, svína- og kjúklingabænda. Hann sagði í samtali við Vísi í dag að hann efaðist um að grænkerastefna væri æskileg þar sem hún uppfyllti líklegast ekki ráðleggingar landlæknis. Hólmfríður segir, í samtali við Reykjavík síðdegis, mat þurfa að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar og þó að aukin áhersla á afurðir úr jurtaríkinu sé góð sé vafasamt að útiloka matvæli. „Það er alveg hægt að setja saman matseðil án kjöts og þá auka mjólk, egg og fisk á hollustuna. En eftir því sem fleiri matvæli eru útilokuð því vandasamara er þetta og meira þarf að vanda sig við að setja saman matseðil.“ „Að auka jurtaafurðir er jákvætt, bæði hvað varðar hollustu og umhverfismál og í samræmi við ráðleggingar embættisins,“ bætir Hólmfríður við. Hún segir þó að sér lítist ekki á að hætt verði að bjóða upp á dýraafurðir alfarið, það sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlæknis. „Það er mælt með því að það sé fiskur tvisvar í viku og boðið upp á hreinar, fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og takmarka neyslu sérstaklega á unnum kjötvörum.“ „Það er hægt að bjóða upp á mat án þess að hafa kjöt. Auðvitað þyrftu börn sem eru grænmetisætur að eiga kost á að fá slíkt fæði í skólanum.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Hólmfríði í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 22:30.Fyrirsögn og frétt hafa verið uppfærð.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Vegan Tengdar fréttir Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15