Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála í HÍ Freydís Þóra Þorsteinsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:45 Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar